Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 15
Páll Einarsson: Jarðskjálftaspár INNGANGUR Það hefur löngum verið eitt af meg- inmarkmiðum náttúruvísindamanna að segja fyrir um náttúruhamfarir og koma þannig í veg fyrir tjón á lífi og verðmætum. Hinar ýmsu greinar nátt- úruvísinda eru þó komnar mislangt á leið sinni að þessu markmiði. Einna lengst hafa veðurfræðingar náð. Veðurspár frá degi til dags eru orðnar tiltölulega áreiðanlegar, þótt langtíma- spár um veðurfar séu enn langt und- an. Eldjallafræðingar geta sagt fyrir um ýmsa þætti í hegðun eldstöðvar svo fremi að þeir hafi ráðrúm og aðstöðu til að koma fyrir tólum sínum og tækj- um í nágrenni hennar. Fyrir unt það bil 15 árum álitu flestir jarðskjálfta- fræðingar það fjarlægan draum að hægt yrði að segja fyrir um jarðskjálfta af þeirri nákvæmni að gagn væri að. Margir trúðu því raunar að jarðskjálft- ar væru svo tilviljanakenndir atburðir að það væri helst í verkahring stjörnu- spekinga og draumaráðningafólks að reyna að sjá þá fyrir. Á árunum kringunt 1970 voru gerð- ar mælingar á nokkrum stöðum í heiminum sem sýndu svo ekki varð um villst að mælanlegar breytingar verða á eiginleikum jarðskorpunnar á undan a.m.k. sumum jarðskjálftum. Jafn- framt voru settar fram kenningar sem skýrðu þessar breytingar. Við tók tímabil mikillar bjartsýni. Helst leit út fyrir að öll vandamál væru leyst og lítið væri eftir annað en að koma fyrir mælitækjum á réttum stöðum. Há- nrarki náði bjartsýnin árið 1975, en þá tókst kínverskum jarðskjálftafræðing- um að segja fyrir um jarðskjálfta ná- lægt borginni Haicheng í NA-Kína af mikilli nákvæmni, og koma þannig í veg fyrir mikið tjón. Síðan hafa skipst á skin og skúrir. Nokkrum skjálftum hefur verið spáð réttilega, aðrar spár hafa ekki ræst, en stærsta áfallið varð þegar einn mannskæðasti jarðskjálfti veraldarsögunnar varð í NA-Kína árið 1976 án þess að unnt væri að gefa út viðvörun. En þótt nokkuð hafi slegið á bjartsýnina, þá eru flestir jarðskjálfta- fræðingar nú sannfærðir um að jarð- skjálftaspár séu ekki lengur fjarlægur draumur, heldur verði á næstu ára- tugum unnt að gefa út viðvaranir unt jarðskjálfta á sumum hættulegustu jarðskjálftasvæðunum. I þessari grein verður reynt að skýra þær kenningar sem jarðskjálftaspár byggjast á, rakinn aðdragandi skjálft- ans í Haicheng og athuganir sem leiddu til þess að honum var spáð, og að síðustu verður svipast um á Suður- landsundirlendi, en því hefur verið haldið fram, að þar megi búast við landskjálftum á næstu áratugum. En fyrst þurfum við að gera okkur grein fyrir því, hvað felst í orðinu spá. Náttúrufræðingurinn 55(1), bls. 9-28, 1985 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.