Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 38
ERU TIL ÓREINDIR? Öreindahugtakið er bæði ungt og gamalt. Fyrst kom það fyrir meðal Forn-Grikkja, er nefndu öreindir atóm. Fram til síðustu aldamóta var tilvist atóma eða öreinda mjög um- deild. Margir töldu, að efnið væri sam- fellt og því mætti skipta í hversu litlar einingar sem vera skyldi. Tilraunir sýndu síðan, að allt efni er gert úr litlum einingum, er hlutu nafnið atóm. Nákvæmar rannsóknir á atómum leiddu í ljós, að þau eru gerð úr enn smærri einingum. Ég ætla ekki að fjalla um innri gerð atóma. Hún er býsna flókin og væri efni í aðra grein. Ég vil hins vegar benda á, að inni í atómum finnast agnir, er nefnast nift- eindir (neutrons) og róteindir (prot- ons) á íslensku, og voru taldar öreindir fyrir 25 árum. Nú hafa eðlisfræðingar uppgötvað, að nifteindir og róteindir eru samsettar úr smærri ögnum, seni taldar eru vera ósviknar öreindir. Hvort það er rétt getur tíminn einn skorið úr um. Hvað við köllum öreind- ir breytist því með aukinni þekkingu. Þá er komið að meginviðfangsefni okkar: Hvað er öreind í hugum eðlis- fræðinga samtímans? í lokin mun ég greina frá sumum þeirra spurninga um öreindir, sem enn er ósvarað. Hugsum okkur örlítið sandkorn. Það hefur ákveðna stærð og massa eða þyngd, þótt smátt sé. Það hefur líka staðsetningu og hraða. Ef við þekkj- um alla þessa eiginleika sandkornsins vitum við býsna margt um það, en hvergi nærri allt. Spyrja mætti, hvort sandkornið sé hnöttótt eða ílangt eða úr hvaða steintegund það sé. ímynd- um okkur nú, að sandkornið verði minna og minna, en haldi öðrum eigin- leikum sínum óbreyttum. ímyndum okkur, að stærð sandkornsins verði engin, en sá punktur í rúminu, sem svarar til staðsetningar sandkornsins, haldi sömu öðrum eiginleikum og upp- runalega sandkornið. Við þessa að- gerð verður til fyrsta og grófasta myndin, sem við gerum okkur af ör- eind: Punktur í rúminu með massa, hraða og ýmsa fleiri eiginleika. Nú skulum við unt stundarsakir gleyma öðrum eiginleikum öreindar- innar en staðsetningu, massa og hraða. Hvernig hreyfist öreindin? Hver er orka hennar? Öreindin hreyfist hægar en nemur hraða Ijóssins. Þetta er afleiðing af- stæðiskenningar Einsteins og þessi hluti kenningarinnar hefur verið stað- festur með tilraunum á óyggjandi hátt. Að vísu eru til öreindir, sem hreyfast ætíð nákvæmlega með Ijóshraða. Besta dæmið um þær eru öreindir Ijóssins. Ókleift er að hægja ferð slíkra agna, hvað sem gert er, en látum þær liggja á milli hluta í bili. Orka öreinda er tvenns konar: Hreyfiorka, sem allir hlutir á hreyf- ingu hafa, og massaorka, þ.e. sú orka, sem fólgin er í massa öreindanna. Reyndar hafa allir hlutir til að bera massaorku, en massaorka öreinda er sérstæð að því leyti, að undir sumum kringumstæðum getur hún losnað úr læðingi og umbreyst í önnur orkuform t.d. hita og geislun. Mönnum hefur lærst að beisla massaorkuna, eins og allir vita, og er það kannski afdrifarík- asta notkun eðlisfræðinnar til þessa fyrir þann heim, sem við byggjum. Víkjum nú aftur að staðsetningu og hraða öreinda. Athugum fyrst sand- kornið, sem hafði einhverja tiltekna stærð. Staðsetningu sandkornsins má ákvarða hversu nákvæmlega sem vera skal. Við getum líka mælt hraða sand- kornsins eins nákvæmlega og við vilj- um, t.d. með því að taka röð ljós- mynda af sandkorninu og mæla um leið tímann milli sérhverra tveggja ljósmynda. Þetta gildir a.m.k. um alla 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.