Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 5
áður (Ólafur K. Pálsson 1980b). Heildarniðurstöður rannsóknanna voru hinsvegar birtar nýverið (Ólafur K. Pálsson 1983) og er þessi ritgerð útdráttur úr þeim. GÖGN OG AÐFERÐIR í þessari grein er lýst fæðu þeirra sjö fisktegunda, sem taldar eru upp í töflu 1. í töflunni eru einnig upplýsingar um hlutdeild þeirra í 700 þúsund tonna botnfiskafla íslendinga árið 1981 (Anonym. 1982). Fjórar þessara tegunda, þorskur, karfi, ýsa og ufsi eru mikilvægustu botnlægir fiskstofnar á íslandsmiðum, hvort heldur sem litið er á hlutdeild þeirra í afla eða stofnstærð. Hlutur steinbíts og skarkola er hins vegar mjög takmarkaður í aflanum. Steinbít- ur er þó mjög áhugaverður vegna sér- stæðs fæðunáms og skarkoli er einn af þremur stærstu stofnum flatfiska hér við land. Skrápflúra er ekki veidd til vinnslu, enda þótt hún sé einn algeng- asti flatfiskur á íslandsmiðum og þess vegna athyglisverð í vistfræðilegu tilliti. Pær niðurstöður sem hér verða reifaðar byggjast á gögnum sem safn- að var á ýmsum árstímum á árunum 1980 til 1982. Mest áhersla var eðlilega lögð á þorskstofninn, og talsverðum gögnum var einnig safnað um ýsu, steinbít, karfa og skrápflúru. Á hinn bóginn eru ufsa- og skarkolagögnin mjög takmörkuð. Gagnasöfnun fór fram víðsvegar á landgrunninu umhverfis ísland og var eingöngu notuð botnvarpa með smá- riðnum poka. Meginhluta gagnanna var safnað á miðum norðan lands og austan (1. mynd), þ. e. á NV-, NA- og A-svæði. Þó var talsverðum hluta ýsu- gagna og nokkrum hluta skrápflúru- gagna safnað fyrir sunnanverðu landinu (S-svæði). Á hinn bóginn var engum gögnum safnað fyrir vestan- verðu landinu. Þegar á heildina er litið hefur gagnasöfnunin náð yfir mikil- vægustu útbreiðslusvæði fisktegund- anna, nema hvað varðar karfa og skarkola, sem mikið er af fyrir sunnan- og vestanverðu landinu. Lengdarsviði hverrar tegundar var skipt í lengdarflokka og gögnum safn- að fyrir hvern flokk um sig. Lengdar- flokkarnir eru (cm): 5—6, 7—9, 10— 14, . . . 25-29, 30-39, . . . 90-99, 100-129. Stefnt var að því að safna hverju sinni 30-40 þorskmögum og 20—30 mögum annarra fisktegunda í hverjum lengdarflokki og á hverju svæði (1. mynd), enda þótt það mark- mið næðist ekki alltaf. Fjöldi maga er því nokkuð misjafn eftir lengdarflokk- um eins og fram kemur á myndum um fæðunám. Fremur lítið er af smæsta fiskinum, og virðist hann ekki hafa leitað út á landgrunnið til fulls, eða hann heldur sig meira uppi í sjó en stærri fiskur. Einnig er lítið af stærsta fiskinum, enda hefur hann týnt tölunni af völdum fiskveiða og náttúrulegra aðstæðna. Mun meira er hins vegar af fiski í öðrum lengdarflokkum. I heild ná gögnin yfir æviskeið fiskanna frá botnlægum seiðum (0—flokki) upp í elsta fisk. Innihald maganna var geymt í formalínblöndu til greiningar síðar. Fiskbráð var oftast greind til tegundar, svo fremi að því væri við komið vegna meltingar. Önnur bráð var yfirleitt greind í stærri flokkunarfræðilega hópa, gjarna með tilliti til lifnaðar- hátta hennar eða stærðar, t. a. m. voru notaðir flokkar eins og bursta- ormar (Polychaeta), botnlægar mar- flær (Gammaridea), sviflægar marflær (Hyperiidae), slöngustjörnur (Ophiur- 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.