Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7
óverulegur hluti fæðunnar en er orðin um helmingur fæðunnar við um 30-40 cm lengd. Hjá stærri þorski nálgast hlutdeild fiskbráðar 100%. Auk loðnu eru nytjafiskar eins og kolmunni, karfi og þorskur mikil- vægasta fiskbráð þorsks. Hlutdeild þessara fiska í fæðunni er þó óveruleg hjá þorski minni en 70 cm, en vex nokkuð samfellt hjá stærri fiski. Af annarri fiskbráð má nefna skrápflúru, sandsíli (Ammodytidae), ýsu, ufsa, steinbít, síld, mjóna og mjóra (Lyco- des spp.). Pessar fisktegundir hafa þó óverulegt vægi sem fæða þorsks, nema helst skrápflúra. Smæsti þorskurinn lifir einkum á dýrasvifi, svo sem ljósátu, sviflægum marflóm og krabbaflóm (Copepoda), og er vægi þeirrar bráðar verulegt hjá þorski allt að 25 cm að lengd. Hjá þorski á lengdarbilinu 30-80 cm nem- ur hlutdeild svifdýra 15—25%, en minnkar síðan samfellt hjá stærsta fiskinum. Hlutdeild rækju, einkum stóra kampalampa (Pandalus borealis Krpy- er), í fæðu þorsks er allbreytileg eftir lengd þorsksins. Á lengdarbilinu 20- 40 cm er hlutur rækjunnar á hinn bóg- inn mestur eða 15—20%. í heild er rækjan í hópi næstmikilvægustu fæðu- tegunda þorsks ásamt kolmunna, karfa og þorski. Fjölmargar tegundir botnlægra hryggleysingja eru allverulegur hluti af fæðu smáþorsks á lengdarbilinu 10-30 cm. í þessum hópi eru burstaormar og botnlægar marflær mest áberandi. Af öðrum flokkum má nefna stórkrabba (Decapoda) , skrápdýr (Echinoder- mata), snigla (Gastropoda), samlokur (Bivalvia) og humar (Nephrops nor- vegicus (L.)). Fæðunám eftir árstíma Hlutfallsleg þyngd helstu fæðudýra eftir árstíma er sýnd á 3. mynd. Víða kemur fram leif tiltekins fæðuhóps, t. d. sunddýr (leif). Með því er átt við aðra bráð úr hópi sunddýra (fiska og smokkfiska) en tilgreind er sérstaklega á viðkomandi mynd. Allmikill munur er á fæðunámi þorsks eftir árstíma. Síðla vetrar, þ. e. í mars, er loðna langmikilvægasta fæð- an. Þetta á sérstaklega við í mars 1980, en þá er loðna yfirgnæfandi sem fæða í flestum lengdarflokkum þorsks. Ýmsir flokkar hryggleysingja eru hins vegar megin fæðan hjá minnsta þorskinum. í mars 1981 er loðna aðalfæðan hjá 40— 90 cm þorski og mest áberandi hjá 50—60 cm þorski. Stærri þorskur étur hins vegar aðra fiskbráð, svo sem karfa og þorsk, í vaxandi mæli með vaxandi lengd. Á þessum árstíma étur smáþorskurinn aðallega ljósátu og rækju og ýmsa botnlæga hrygg- leysingja. Að sumar- og haustlagi (þ. e. í júlí 1980 og september 1981) er samsetn- ing fæðunnar nokkuð önnur. Hjá smá- þorski og meðalstórum þorski allt að 70 cm að lengd er fæða einkum Ijós- áta, rækja og burstaormar ásamt ýms- um öðrum botnlægum hryggleysingj- um. Hjá stærri þorski var kolmunni aðalfæðan, einkum í júlí 1980. í byrjun vetar, þ. e. í október-nóv- ember, hefur samsetning fæðunnar enn tekið nokkrum breytingum. í október-nóvember 1980 er meginhluti fæðunnar loðna, karfi (5—7 cm seiði) og ýmis önnur sunddýr. í fæðu minnsta þorsksins var rækja þó mest áberandi auk ýmissa sviflægra og botn- lægra hryggleysingja. í nóvember 1981 er karfi mikilvægasta bráðin hjá stærsta þorskinum og er þar um mun stærri karfa að ræða en ári fyrr (stærri en 20 cm). 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.