Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 39
Vatnaöldur Á Tungnaáröræfum milli Þórisvatns og Veiðivatna er röð mikilla gjósku- gíga er nefnast Vatnaöldur. Gígarnir liggja á gossprungu sem stefnir norð- austur — suðvestur og heyrir hún til hins svokallaða Veiðivatnasprungu- kerfis á eystra gosbeltinu á Suður- landi. Guðrún Larsen jarðfræðingur hefur rannsakað Veiðivatnakerfið manna mest. í grein sinni „Recent volcanic history of the Veidivötn fissue swarm, southern Iceland - An approach to volcanic risk assessment“ (Journ. of Volc. and Geothermal Research, 22 (1984) 33-58) telur hún Vatnaöldu- sprunguna um 42 km langa endanna á milli, og nokkuð ósamfellda. Seinni rannsóknir benda til þess að hún sé allt að 60 km löng en rofnar víða. Norð- austustu gígar sprungunnar eru vestan Ljósufjalla og fundust þeir sumarið 1984 (Guðrún Larsen og Elsa G. Vilmundardóttir, óbirt gögn). Þaðan má rekja ummerki gosa á sprungunni suður um Vatnaöldur innri og fremri, yfir Tungnaá, um Hnausapoll yfir á Torfajökulssvæðið, þar sem gos- sprungan rofnar og tekur sig síðan aft- ur upp um 12—13 km suðvestar í Hrafntinnuhrauni. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að gossprungan heldur áfram suðvestan Laufafells, í Laufa- hrauni og Skyggnisvötnum (óbirt gögn Elsu G. Vilmundardóttur og Ingi- bjargar Kaldal). Rannsóknir Guðrúnar hafa m. a. leitt í ljós að Vatnaöldugossprungan gaus um 900 e. Kr. Svo virðist sem gosið hafi á allri sprungunni samtímis. 137 Náttúrufræðingurinn 55(3), bls. 137-138, 1985
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.