Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 39
Vatnaöldur
Á Tungnaáröræfum milli Þórisvatns
og Veiðivatna er röð mikilla gjósku-
gíga er nefnast Vatnaöldur. Gígarnir
liggja á gossprungu sem stefnir norð-
austur — suðvestur og heyrir hún til
hins svokallaða Veiðivatnasprungu-
kerfis á eystra gosbeltinu á Suður-
landi.
Guðrún Larsen jarðfræðingur hefur
rannsakað Veiðivatnakerfið manna
mest. í grein sinni „Recent volcanic
history of the Veidivötn fissue swarm,
southern Iceland - An approach to
volcanic risk assessment“ (Journ. of
Volc. and Geothermal Research, 22
(1984) 33-58) telur hún Vatnaöldu-
sprunguna um 42 km langa endanna
á milli, og nokkuð ósamfellda. Seinni
rannsóknir benda til þess að hún sé allt
að 60 km löng en rofnar víða. Norð-
austustu gígar sprungunnar eru vestan
Ljósufjalla og fundust þeir sumarið
1984 (Guðrún Larsen og Elsa G.
Vilmundardóttir, óbirt gögn). Þaðan
má rekja ummerki gosa á sprungunni
suður um Vatnaöldur innri og fremri,
yfir Tungnaá, um Hnausapoll yfir á
Torfajökulssvæðið, þar sem gos-
sprungan rofnar og tekur sig síðan aft-
ur upp um 12—13 km suðvestar í
Hrafntinnuhrauni. Nýjar rannsóknir
hafa leitt í ljós að gossprungan heldur
áfram suðvestan Laufafells, í Laufa-
hrauni og Skyggnisvötnum (óbirt gögn
Elsu G. Vilmundardóttur og Ingi-
bjargar Kaldal).
Rannsóknir Guðrúnar hafa m. a.
leitt í ljós að Vatnaöldugossprungan
gaus um 900 e. Kr. Svo virðist sem
gosið hafi á allri sprungunni samtímis.
137
Náttúrufræðingurinn 55(3), bls. 137-138, 1985