Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 45
2. mynd. Myndin sýnir hvern- ig tilkynningar urn fleygar drottningar húsamaura dreif- ast yfir árið. Um er að ræða tilkynningar til ársloka 1984. — The figure shows how rep- orts of winged queens of Hyp- oponera punctatissima are distributed over the year. útbreiðslu mauranna í Reykjavík. Nýju hverfin í austurhluta borgarinnar virðast enn laus við ófögnuðinn, enda eru lagnir þar eflaust enn í besta standi. í vestari hlutanum er ástandið annað. Gamlar lagnir eru víða lélegar, geta jafnvel verið horfnar með öllu, eins og sannaðist í einu húsi, þar sem maurar herjuðu af miklum krafti. Það er því alls ekki óhugsandi, að maurarnir geti borist með holræsakerf- inu á milli staða. í öðru lagi má hugleiða þann mögu- leika, að hitaveitulagnir eigi þátt í dreifingunni. Húsamaur hefur fundist við hitaveitustokkinn í Öskjuhlíðinni í Reykjavík. Það sannar þó ekki, að maurarnir séu komnir inn í dreifikerfi hitaveitunnar. Nokkur mauratilfelli hafa komið upp í Hlíðunum og gætu fleygir maurar því borist þaðan upp í Öskjuhlíðina. í þriðja lagi ber að minnast þess, að húsamaurinn fannst fyrst í gróðurhúsi hér á landi. Erlendis hefur tegundin einnig fundist í gróðurhúsum. Eins og sjá má á 3. mynd hefur húsamaurinn fundist á einum stað í Breiðholts- hverfi. Hann virtist ekki vera í neinum tengslum við laskaðar skólplagnir, heldur var um að ræða bú í blóma- Potti, sem hafði verið keyptur í gróð- urhúsi. Útbreiðsla húsamaurs á landinu virðist tilviljanakennd. Mætti e.t.v. ætla að hún sé að einhverju leyti tilkomin vegna dreifingar með potta- plöntum úr gróðurhúsum. Ugglaust eru fleiri Ieiðir mögulegar. Til dæmis mætti hugsa sér, að fólk geti borið frjóvgaðar drottningar með varningi. Þó er ólíklegt, að það gerist í miklum mæli. SKAÐSEMI MAURANNA Erlendis virðast þessi dýr yfirleitt ekki vera talin meindýr. Ber það kannske helst til, að tegundin veldur ekki verðmætatjóni, og í þeim löndum, þar sem húsamaurar eru al- gengir, eru menn yfirleitt ekki upp- næmir fyrir skordýrum í umhverfi sínu. Erfitt er að fullyrða nokkuð um 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.