Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 45
2. mynd. Myndin sýnir hvern- ig tilkynningar urn fleygar drottningar húsamaura dreif- ast yfir árið. Um er að ræða tilkynningar til ársloka 1984. — The figure shows how rep- orts of winged queens of Hyp- oponera punctatissima are distributed over the year. útbreiðslu mauranna í Reykjavík. Nýju hverfin í austurhluta borgarinnar virðast enn laus við ófögnuðinn, enda eru lagnir þar eflaust enn í besta standi. í vestari hlutanum er ástandið annað. Gamlar lagnir eru víða lélegar, geta jafnvel verið horfnar með öllu, eins og sannaðist í einu húsi, þar sem maurar herjuðu af miklum krafti. Það er því alls ekki óhugsandi, að maurarnir geti borist með holræsakerf- inu á milli staða. í öðru lagi má hugleiða þann mögu- leika, að hitaveitulagnir eigi þátt í dreifingunni. Húsamaur hefur fundist við hitaveitustokkinn í Öskjuhlíðinni í Reykjavík. Það sannar þó ekki, að maurarnir séu komnir inn í dreifikerfi hitaveitunnar. Nokkur mauratilfelli hafa komið upp í Hlíðunum og gætu fleygir maurar því borist þaðan upp í Öskjuhlíðina. í þriðja lagi ber að minnast þess, að húsamaurinn fannst fyrst í gróðurhúsi hér á landi. Erlendis hefur tegundin einnig fundist í gróðurhúsum. Eins og sjá má á 3. mynd hefur húsamaurinn fundist á einum stað í Breiðholts- hverfi. Hann virtist ekki vera í neinum tengslum við laskaðar skólplagnir, heldur var um að ræða bú í blóma- Potti, sem hafði verið keyptur í gróð- urhúsi. Útbreiðsla húsamaurs á landinu virðist tilviljanakennd. Mætti e.t.v. ætla að hún sé að einhverju leyti tilkomin vegna dreifingar með potta- plöntum úr gróðurhúsum. Ugglaust eru fleiri Ieiðir mögulegar. Til dæmis mætti hugsa sér, að fólk geti borið frjóvgaðar drottningar með varningi. Þó er ólíklegt, að það gerist í miklum mæli. SKAÐSEMI MAURANNA Erlendis virðast þessi dýr yfirleitt ekki vera talin meindýr. Ber það kannske helst til, að tegundin veldur ekki verðmætatjóni, og í þeim löndum, þar sem húsamaurar eru al- gengir, eru menn yfirleitt ekki upp- næmir fyrir skordýrum í umhverfi sínu. Erfitt er að fullyrða nokkuð um 143

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.