Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 22
fram að sumarlagi (maí-ágúst) árin 1980 og 1981. Sá háttur var hafður á, að fylgst var með fjölda sela á þurru og í sjónum við látrin á milli flóða. Jafnan var talið á hálftíma fresti, þó stundum á klukkutíma fresti. NIÐURSTÖÐUR í meginatriðum höguðu selirnir sér eins á öllum athugunarstöðum (6. og 7. mynd). Upp úr háflóði byrjuðu þeir að tínast á land, en nokkur fjöldi þeirra var þó á landi yfir flóðið, ef þannig hagaði til að látrin fóru ekki á kaf á flóðinu. Fjöldi þeirra á landi jókst jafnt og þétt, þar til hámarki var náð, venjulega um og eftir háfjöru (6. og 7. mynd). Eftir að flæða tók, tínd- ust selirnir smátt og smátt í sjóinn, eftir því sem staðirnir fóru á kaf, sem þeir lágu á. Algengt var þó að þeir flyttu sig ofar í skerin eftir því sem hækkaði í sjónum, eins og hægt var, að því er virðist til þess að vera á þurru. Nokkuð breytilegt var milli staða, hver breyting varð á fjölda sela á þeim tíma sem athugun stóð yfir. í Hindis- vík 4. maí 1980 (6. mynd), er fyrri fjaran árla dags (um kl. 6.30). Allnokkur fjöldi sela var þá kominn á land og jókst selafjöldi á landi fram eftir morgninum, með hámarki kl. 9 (tafla 1). Eftir þann tíma tíndust þeir smátt og smátt í sjóinn, eftir því sem flæddi að, en um 20 dýr voru á landi yfir háflóðið, sem var rétt eftir hádegi þennan dag. Fljótlega eftir að byrjað var að falla út tíndust selirnir smátt og smátt á land, eftir því sem fjaran og skerin komu úr kafinu. Um hádegisbil var talsverður hluti þeirra kominn á þurrt og fjöldinn jókst eftir því sem leið á daginn, með hámark kl. rúmlega 21. Frekar litlar breytingar urðu á fjölda sela á landi á alllöngu tímabili á undan og sami selafjöldi var á landi kl. 17 og 21 (um 60), en upp úr kl. 17 fór nokkur fjöldi þeirra í sjóinn af ókunn- um ástæðum. Þeir hinir sömu eða selir í þeirra stað tíndust síðan á land upp úr háfjörunni. í Akraósi á Mýrum (7. mynd, efst til vinstri), er fjöldi sela á þurru á hverj- um tíma frábrugðinn því sem var á öðrum athugunarstöðum. Strax þegar talning hófst upp úr hádegi, voru flest- ir selir komnir á land. Fjöldi þeirra jókst aðeins lítillega á tímabilinu 13.30—16.30. Um það leyti er talning hófst kom truflun að selunum í ósnum, við það að ókunn flugvél flaug yfir í lágflugi með miklum gný. Stór hluti þeirra fór þá í ósinn. Þeir tíndust þó flestir á land á ný, en þetta virðist hafa valdið því að sumir þeirra létu land- legu lokið þann daginn, því að fjöldi þeirra á landi varð ekki jafn mikill eftir þennan atburð og áður, þrátt fyrir að aðeins lítið væri fallið út á þessum tíma. í Oddbjarnarskeri í Breiðafirði, 13. sept. 1980 og 21. júní 1981, var há- marksfjöldi sela á þurru um háfjör- una, en selum fækkaði á landi eftir því sem flæddi. Sérstaklega var þetta greinilegt 21. júní (7. mynd, tafla 1). Breytingar á selafjölda á landi fóru fram á hliðstæðan hátt í Vogaskeri, Isafjarðardjúpi og á öðrum athugunar- stöðum, en þar voru þó allar breyting- ar smærri í sniðum en á fyrrnefndum stöðum, enda fara skerin aldrei alveg á kaf eins og skerin við Oddbjarnarsker. Flestir selir voru á landi í skerjunum um og eftir fjöruna (7. mynd, tafla 1): í Ófeigsfirði og Berufirði höguðu selirnir sér hliðstætt því sem áður hef- ur verið lýst, hvað fjölda á þurru varð- ar, nema hvað mestur fjöldi sela á landi var mun fyrr m. t. t. háfjöru í Ófeigsfirði athugunardaginn en annars staðar (7.mynd, tafla 1). 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.