Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 22
fram að sumarlagi (maí-ágúst) árin
1980 og 1981. Sá háttur var hafður á,
að fylgst var með fjölda sela á þurru og
í sjónum við látrin á milli flóða. Jafnan
var talið á hálftíma fresti, þó stundum
á klukkutíma fresti.
NIÐURSTÖÐUR
í meginatriðum höguðu selirnir sér
eins á öllum athugunarstöðum (6. og
7. mynd). Upp úr háflóði byrjuðu þeir
að tínast á land, en nokkur fjöldi
þeirra var þó á landi yfir flóðið, ef
þannig hagaði til að látrin fóru ekki á
kaf á flóðinu. Fjöldi þeirra á landi
jókst jafnt og þétt, þar til hámarki var
náð, venjulega um og eftir háfjöru (6.
og 7. mynd). Eftir að flæða tók, tínd-
ust selirnir smátt og smátt í sjóinn,
eftir því sem staðirnir fóru á kaf, sem
þeir lágu á. Algengt var þó að þeir
flyttu sig ofar í skerin eftir því sem
hækkaði í sjónum, eins og hægt var, að
því er virðist til þess að vera á þurru.
Nokkuð breytilegt var milli staða,
hver breyting varð á fjölda sela á þeim
tíma sem athugun stóð yfir. í Hindis-
vík 4. maí 1980 (6. mynd), er fyrri
fjaran árla dags (um kl. 6.30).
Allnokkur fjöldi sela var þá kominn á
land og jókst selafjöldi á landi fram
eftir morgninum, með hámarki kl. 9
(tafla 1). Eftir þann tíma tíndust þeir
smátt og smátt í sjóinn, eftir því sem
flæddi að, en um 20 dýr voru á landi
yfir háflóðið, sem var rétt eftir hádegi
þennan dag. Fljótlega eftir að byrjað
var að falla út tíndust selirnir smátt og
smátt á land, eftir því sem fjaran og
skerin komu úr kafinu. Um hádegisbil
var talsverður hluti þeirra kominn á
þurrt og fjöldinn jókst eftir því sem
leið á daginn, með hámark kl. rúmlega
21. Frekar litlar breytingar urðu á
fjölda sela á landi á alllöngu tímabili á
undan og sami selafjöldi var á landi kl.
17 og 21 (um 60), en upp úr kl. 17 fór
nokkur fjöldi þeirra í sjóinn af ókunn-
um ástæðum. Þeir hinir sömu eða selir
í þeirra stað tíndust síðan á land upp
úr háfjörunni.
í Akraósi á Mýrum (7. mynd, efst til
vinstri), er fjöldi sela á þurru á hverj-
um tíma frábrugðinn því sem var á
öðrum athugunarstöðum. Strax þegar
talning hófst upp úr hádegi, voru flest-
ir selir komnir á land. Fjöldi þeirra
jókst aðeins lítillega á tímabilinu
13.30—16.30. Um það leyti er talning
hófst kom truflun að selunum í ósnum,
við það að ókunn flugvél flaug yfir í
lágflugi með miklum gný. Stór hluti
þeirra fór þá í ósinn. Þeir tíndust þó
flestir á land á ný, en þetta virðist hafa
valdið því að sumir þeirra létu land-
legu lokið þann daginn, því að fjöldi
þeirra á landi varð ekki jafn mikill
eftir þennan atburð og áður, þrátt fyrir
að aðeins lítið væri fallið út á þessum
tíma.
í Oddbjarnarskeri í Breiðafirði, 13.
sept. 1980 og 21. júní 1981, var há-
marksfjöldi sela á þurru um háfjör-
una, en selum fækkaði á landi eftir því
sem flæddi. Sérstaklega var þetta
greinilegt 21. júní (7. mynd, tafla 1).
Breytingar á selafjölda á landi fóru
fram á hliðstæðan hátt í Vogaskeri,
Isafjarðardjúpi og á öðrum athugunar-
stöðum, en þar voru þó allar breyting-
ar smærri í sniðum en á fyrrnefndum
stöðum, enda fara skerin aldrei alveg á
kaf eins og skerin við Oddbjarnarsker.
Flestir selir voru á landi í skerjunum
um og eftir fjöruna (7. mynd, tafla 1):
í Ófeigsfirði og Berufirði höguðu
selirnir sér hliðstætt því sem áður hef-
ur verið lýst, hvað fjölda á þurru varð-
ar, nema hvað mestur fjöldi sela á
landi var mun fyrr m. t. t. háfjöru í
Ófeigsfirði athugunardaginn en annars
staðar (7.mynd, tafla 1).
120