Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 27
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 137 vpp med sua miklum bysnum at þar vrdu eptir ii fioll og gia i milli. kom vpp elldurinn á fyrra ári en slokknadi á þessu. vrdu þar í nándir huerar ok lieit vötn“ (Flateyjarannáll 1390). „Elldz vpp kuoma j Hecklofelli med suo micklum undrum, at dunor ok bresti hæyrdi vni allt land tok af tuo bæi Skard og Tialda stadi“ (Lög- mannsannáll). Þessar frásagnir verður að telja áreiðanlegar, og ekki að efa, að Skarð og Tjaldastaðir hafa eyðzt í gosinu 1389, a. m. k. í bili. Næstu tvær aldir eru heimildir um Heklugos rnjög lélegar, en goss er þó getið urn 1440. í Biskupaannálum Jóns Egilssonar, sem skráðir eru um það bil 170 árum síðar, segir: „XXII Biskup var Gottsvin. Ekki er getið um marga hluti á hans dögum; þó er sagt, að á hans dögum liafi eldur upp komið í áttunda sinni í Heklu, sumir segja í sjöunda sinni, og í þeim eldi liali tekið af XVIII bæi á einum morgni fram undir Heklu, en norður undan Keldum, og þar voru í tveir stórir staðir, hét ann- ar í Skarði eystra, en annar Dagverðarnes. Það var þá rnann mál: að svo mætti spilla þessu Dagverðarnesi, að ekki væri betra en Keldnakot; svo þótti Keldur lítils verðar hjá því. Sumir af þeim bæjum hafa aldrei verið síðan byggðir. Á hvorum fyrir sig voru 50 hurðir á járnum." Gottsvin biskup ríkti í Skálholti um 1437—1448, sbr. Biskupa- tal á íslandi. I Setbergsannál, sem skrifaður er af Gísla Þorkelssyni, (fæddur 1676, líklega á Setbergi við Hafnarfjörð), segir, að þetta gos liafi verið 1439: „Eldsuppkoma í Heklufjalli með miklum dynkjum og jarðskjálfta og undrum og ódæmum. Eldurinn kom upp fyrir að- ventu og í þeim eldgangi og sandrigningu tók af 18 bæi á einum morgni, sem voru fram undan fjallinu, en norður undan Keldum, og þar í voru tveir stórir staðir. Hét annar Ytra-Skarð en annar Dagverðarnes og á Iivörjum þessara staða voru 50 hurðir á járn- um, nokkrar af þessum jörðum byggðust seinna. Eldurinn sást í Ijallinu fram til páska.“ Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur (7) telur, að þessar frá- sagnir um gosið 1440 geti ekki staðizt. Að hans áliti hefur Skarð orðið undir Selsundshrauni syðra árið 1389, og þar hefur síðan ver- ið með öllu óbyggilegt. Aðrir hafa orðið til að hallast að þessari skoðun. Frásagnir um þetta gos eru fyrst skrifaðar um 170 og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.