Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 137 vpp med sua miklum bysnum at þar vrdu eptir ii fioll og gia i milli. kom vpp elldurinn á fyrra ári en slokknadi á þessu. vrdu þar í nándir huerar ok lieit vötn“ (Flateyjarannáll 1390). „Elldz vpp kuoma j Hecklofelli med suo micklum undrum, at dunor ok bresti hæyrdi vni allt land tok af tuo bæi Skard og Tialda stadi“ (Lög- mannsannáll). Þessar frásagnir verður að telja áreiðanlegar, og ekki að efa, að Skarð og Tjaldastaðir hafa eyðzt í gosinu 1389, a. m. k. í bili. Næstu tvær aldir eru heimildir um Heklugos rnjög lélegar, en goss er þó getið urn 1440. í Biskupaannálum Jóns Egilssonar, sem skráðir eru um það bil 170 árum síðar, segir: „XXII Biskup var Gottsvin. Ekki er getið um marga hluti á hans dögum; þó er sagt, að á hans dögum liafi eldur upp komið í áttunda sinni í Heklu, sumir segja í sjöunda sinni, og í þeim eldi liali tekið af XVIII bæi á einum morgni fram undir Heklu, en norður undan Keldum, og þar voru í tveir stórir staðir, hét ann- ar í Skarði eystra, en annar Dagverðarnes. Það var þá rnann mál: að svo mætti spilla þessu Dagverðarnesi, að ekki væri betra en Keldnakot; svo þótti Keldur lítils verðar hjá því. Sumir af þeim bæjum hafa aldrei verið síðan byggðir. Á hvorum fyrir sig voru 50 hurðir á járnum." Gottsvin biskup ríkti í Skálholti um 1437—1448, sbr. Biskupa- tal á íslandi. I Setbergsannál, sem skrifaður er af Gísla Þorkelssyni, (fæddur 1676, líklega á Setbergi við Hafnarfjörð), segir, að þetta gos liafi verið 1439: „Eldsuppkoma í Heklufjalli með miklum dynkjum og jarðskjálfta og undrum og ódæmum. Eldurinn kom upp fyrir að- ventu og í þeim eldgangi og sandrigningu tók af 18 bæi á einum morgni, sem voru fram undan fjallinu, en norður undan Keldum, og þar í voru tveir stórir staðir. Hét annar Ytra-Skarð en annar Dagverðarnes og á Iivörjum þessara staða voru 50 hurðir á járn- um, nokkrar af þessum jörðum byggðust seinna. Eldurinn sást í Ijallinu fram til páska.“ Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur (7) telur, að þessar frá- sagnir um gosið 1440 geti ekki staðizt. Að hans áliti hefur Skarð orðið undir Selsundshrauni syðra árið 1389, og þar hefur síðan ver- ið með öllu óbyggilegt. Aðrir hafa orðið til að hallast að þessari skoðun. Frásagnir um þetta gos eru fyrst skrifaðar um 170 og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.