Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 33
NATTÚRUFRÆÐINGURINN 143 eldra en petta lag, p. e. a. s. frá 1341 eða enn eldra, sennilega frá 1300 eða jafnvel frá 1222. Þessi niðurstaða hefur örlagaríkar al'leiðingar fyrir fyrri skoð- anir manna um það, að Skarð og Tjaldastaðir hafi staðið sunnan undir Slakka og Háafjalli og orðið undir Suðurhrauni, því þar eð aldursákvörðunin á 1510-laginu er mjög áreiðanleg, og þar eð Norð- urhraun er örugglega undir því lagi, og þar eð minnst eitt Heklu- gos hefur átt sér stað milli þess, að Suðurhraun rann og þar til Norðurhraun rann, hefur Suðurhraun í seinasta lagi runnið 1341, þ. e. Skarð og Tjalclastaðir hafa ekki getað orðið undir því 1389. Það gefur aftur á móti til kynna, að Skarð og Tjaldastaðir geta ekki hafa verið sunnan undir Slakka eða Háafjalli, eins og talið hefur verið og sagt er að „munnmæli hermi“. Bæirnir geta því ekki hafa verið annars staðar en þar, sem Norðurhraun er nú, eins og síðar verður nánar rökstutt. Áður en ég liverf frá því að ræða öskulögin, vil ég gera grein l'yrir aldursákvörðunum mínum á þeirn lögum, sem sýnd eru á 2. mynd, en eru ennþá ekki rökstuddar. Þær aldursákvarðanir liafa engin áhrif á rök mín fyrir því, hvar bæirnir hafa staðið, en hafa gildi fyrir frekari aldursákvarðanir á öskulögunr og hraunum við Heklu. 1389-lagið er áreiðanlega frá Heklu eða Heklusvæðinu, því að þetta lag er greinilegt og þunnt á milli Selsundsfjalls og Geldinga- fells. Við Selsund er það og þunnt en gróft. Þykkt lagsins breyt- ist mjög þvert yfir vikið í Norðurhraun næst Gráfelli. Á Gráfells- hálsi, Efrahvolshrauni og í Selskarði er lagið þykkt, gróft og nálar- kennt. Þessa grófleikabreytingu er aðeins hægt að skýra ef gert er ráð fyrir, að öskulagið sé frá gosi á Heklusvæðinu. Öskufallið lief- ur verið þannig, að það samrýmist ekki lýsingum af öskufallinu í 1341-gosinu. Þetta lag getur því vart verið frá öðru gosi en gosinu 1389, nema ef það væri þá frá gosinu um 1440. Þetta lag er lík- lega jafngamalt Norðurhrauni, a. m. k. ekki yngra, og sést það m. a. á því, að um það bil 300 m norðan Selsunds hefur Norðurhraun runnið yl'ir hvítan vikur (ljósguli vikurinn við Selsundslæk). Strax og hraunið hafði runnið, salnaðist mold að því, og þar má finna svarta fíngerða lagið, þ. e. 1477-lagið, sem er milli 1389-lagsins og 1510-lagsins, en 1389-lagið sést ekki. Þetta lag finnst heldur ekki á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.