Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 10
118 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
miiiiimiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiii imiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiif imt iiiiiiiimiiiimtiii
1. Axarrækja (Sp. Lilljeborgi Dan.) ; stærst af smárækj-
unum; 1 allt að 70 mm, þrekvaxin; trjónan niðursveigð, hvöss,
eins og öxi (3. md, 1 og 1 b), liturinn dökkur, með rauðum blett-
3. md. Axarrækja, 1.
og trjóna af axar-
rækju, 1 b, af þorn-
rækju, 2, af páls-
rækju 3, og af litlu-
rækju 5 a og 5 b. (Úr
Danm. Fauna).
um. Axarrækjan er djúpsævisdýr, sem heldur sig tíðast á 50—
300 m, á sandi og grjóti blöndnum leirbotni. — Heimkynni hennar
eru í N-Atlanzhafi frá Spitsbergen og Grænlandi til Eyrarsunds
og Englands. Hér við land hefir hún aðallega fundizt við S- og
SV-ströndina, á 1 0—260 m, í Fjallasjó, á Eldeyjarbanka, í síla-
vörpu í botni (Thor) og í Jökuldjúpi í keilumaga (Dana) og einu
sinni á 50 m í Héraðsflóa í sílavörpu í botni (Thor). — Virðist
hún eftir þessu að dæma, vera tíðust á djúpsævi í hlýja sjónum
við S- og SV-strönd landsins.
2. Þornrækja Sp. spinus Sow.). Svipuð axarrækjunni að
stærð, trjónan stýfð fyrir endann (3. md., 2), en breytileg að
lögun, og er röð af hvössum sagtönnum eftir bakinu; liturinn gulur
og rauðbrúnn, með þanggrænum dílum. — Hánorræn tegund, en
sést þó við Færeyjar og allt suður í írlandshaf og Kattegat og lifir
á ýmsu dýpi. Hér við land er hún víst mjög tíð, einkum í kaldari
sjónum, t. d. við Austfirði. Höf. hefir fundið hana í þorsk- og
ýsumögum á útmiðum (Sviði) í Faxaflóa, á 15—60 m á mörgum
stöðum í Breiðafirði, á Vestfjörðum og í Steingrímsfirði (í botn-
sköfu), í þorskmögum á 110 m í ísafjarðardjúpsmynni, í botn-
vörpu á 200 m á Hala og á 40—50 m í þyrsklingi og þorski úti
fyrir Norðfirði og í Gerpisröst. — Virðist hún eftir ofangreindu
að dæma, verulegur þáttur í fæðu þorsks o. fl. fiska hér á sumrin.
3. Pálsrækja (Sp. Gaimardi M. Edw.)1) Mikið minni en
1) Bæði ísl. og latn. tegundarnafnið er kennt við Paul Gaimard.