Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 14
122 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN tiiiciiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimiiiiiimmiMiiaiimmniniMiiMiMiiiHiimmimiMiiuiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiamiiiiMiMiiiiiiiiiiMiMimiii 6. md. 2. Noregsrækja. 1. skyld rækja (Úr Danm. Fauna). 4. Sabínsrækja (Sabinea septemcarinata Sab.) er all-svipuð Noregsrækjunni, en með broddana á skildinum í þremur langröðum, 1 allt að 90 mm. Hún er há-norrænt 7. md. Sabmsrækja og skjöldur hennar séður á hlið. (Úr Danm. Fauna). djúpsævisdýr, sem lifir við N-Noreg. Hér hefir hún aðeins fund- izt á einum stað, í Steingrímsfirði, á 20—40 m dýpi, 83 dýr í ein- um vörpudrætti, og er því sennilega alltíð víðar í kalda sjónum hér við land. II. Skriðtífætlur (Decapoda reptantia). Skriðfætlurnar eru aldrei þunnvaxnar, og stundum all-breið- vaxnar, með þykkan skjöld, sterka ganglimi og með tengur á fremsta parinu, eða stundum á þremur fremstu pörunum. Trjónan er sjaldan löng. Halinn misþroskaður. Til þeirra teljast humar og svipuð dýr, krabbar og kuðungakrabbar. a. Humrar (Homaridae). Þeir hafa sterkan sundhala, sem end- ar með stórri sundblöðku, og bera þeir hana beygða upp undir kviðinn, þegar þeir skríða. Fremsta tangaparið er oft mjög stórt og sterkt og aftari fálmararnir eru langir, en trjónan fremur stutt.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.