Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 123
•IIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
1. Leturhumar (Nephrops norvegicus L.). D Bogstav-
hummer, N Trollhummer, Þ Keisergranat og E Norway Lobster
(8. md.). Hann er einna stærstur allra krabbadýra í íslenzkum sjó,
1 allt að 174 mm (að töngunum meðtöldum 290 mm). Fremstu gang-
limirnir eru mjög sterkir og langir (ca. = 1), með miklum töngum,
en hinir eru fremur grannir og smáar tengur á öðru og þriðja
pari. Halinn er langur (lengri en bolurinn) og sterkur (mjög
vöðvamikill), með stórri sundblöðku, og eru brynplöturnar á lið-
um hans krotaðar, eins og letur væri, en af því hefir han fengið
íslenzka nafnið. Löngu fálmararnir eru ca. = 1, liturinn er að mestu
rauðgulur.
Leturhumarinn á heima í N-Atlanzhafi, frá Grænlandi og N-
Noregi til Miðjarðarhafs, og lifir á ca. 30 m eða dýpra, allt nið-
ur í 200—250 m, og má segja, að hann taki við af hinum eigin-
lega humri. Hér við land er hann all-tíður á 100—250 m dýpi og
ýmist á hörðum eða mjúkum botni á djúpmiðum úti fyrir SA-, S-
og V-ströndinni þar sem hann fæst í botnvörpu eða í þorski, sem
veiðist á sömu slóðum. Gröndal getur þess fyrstur (í dýra-
fræði sinni 1878), að hann sé hér við land, hefir sennilega fengið
hann frá fiskiskipum, sem fengu hann í þorski á djúpmiðum við
SV- og S-ströndina eftir 1870. Síðan rannsóknaskip og fiskiskip
fóru að fiska hér með botnvörpu, hefir hans orðið víða vart, oft
að höf. viðstöddum, t. d. í Litladjúpi, á Hvalbaksbanka, á Gvend-
armiði út af Eystra Horni, í Vestmanneyjasjó, á Selvogsbanka, á
Reykjanesgrunni, á Eldeyjarbanka, í Jökuldjúpi og til og frá úti
fyrir Faxaflóa og Vestfjörðum, í þorski, veiddum á kútturunum
gömlu. Úti fyrir Norðurlandi hefir hann ekki fundizt, það höf.
frekast veit, en líklegt er, að hann hafi eitt sinn fengizt í þorski
á Töngum út af Skagafirði. Mest hefir höf. séð af honum á vest-
anverðum Selvogsbanka, á Eldeyjarbanka, en einkum í Jökuldjúpi,
þar sem oft fást 1—2 eða fleiri körfur af honum í drætti á 200—
220 m dýpi. — Um vöxt og aldur leturhumarsins vita menn enn