Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 123 •IIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII 1. Leturhumar (Nephrops norvegicus L.). D Bogstav- hummer, N Trollhummer, Þ Keisergranat og E Norway Lobster (8. md.). Hann er einna stærstur allra krabbadýra í íslenzkum sjó, 1 allt að 174 mm (að töngunum meðtöldum 290 mm). Fremstu gang- limirnir eru mjög sterkir og langir (ca. = 1), með miklum töngum, en hinir eru fremur grannir og smáar tengur á öðru og þriðja pari. Halinn er langur (lengri en bolurinn) og sterkur (mjög vöðvamikill), með stórri sundblöðku, og eru brynplöturnar á lið- um hans krotaðar, eins og letur væri, en af því hefir han fengið íslenzka nafnið. Löngu fálmararnir eru ca. = 1, liturinn er að mestu rauðgulur. Leturhumarinn á heima í N-Atlanzhafi, frá Grænlandi og N- Noregi til Miðjarðarhafs, og lifir á ca. 30 m eða dýpra, allt nið- ur í 200—250 m, og má segja, að hann taki við af hinum eigin- lega humri. Hér við land er hann all-tíður á 100—250 m dýpi og ýmist á hörðum eða mjúkum botni á djúpmiðum úti fyrir SA-, S- og V-ströndinni þar sem hann fæst í botnvörpu eða í þorski, sem veiðist á sömu slóðum. Gröndal getur þess fyrstur (í dýra- fræði sinni 1878), að hann sé hér við land, hefir sennilega fengið hann frá fiskiskipum, sem fengu hann í þorski á djúpmiðum við SV- og S-ströndina eftir 1870. Síðan rannsóknaskip og fiskiskip fóru að fiska hér með botnvörpu, hefir hans orðið víða vart, oft að höf. viðstöddum, t. d. í Litladjúpi, á Hvalbaksbanka, á Gvend- armiði út af Eystra Horni, í Vestmanneyjasjó, á Selvogsbanka, á Reykjanesgrunni, á Eldeyjarbanka, í Jökuldjúpi og til og frá úti fyrir Faxaflóa og Vestfjörðum, í þorski, veiddum á kútturunum gömlu. Úti fyrir Norðurlandi hefir hann ekki fundizt, það höf. frekast veit, en líklegt er, að hann hafi eitt sinn fengizt í þorski á Töngum út af Skagafirði. Mest hefir höf. séð af honum á vest- anverðum Selvogsbanka, á Eldeyjarbanka, en einkum í Jökuldjúpi, þar sem oft fást 1—2 eða fleiri körfur af honum í drætti á 200— 220 m dýpi. — Um vöxt og aldur leturhumarsins vita menn enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.