Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 16
124 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
miiiiiimiiiimiiiimimiimiiiimmiiiiimiiiiiimiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiMiiiiiiutmiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiimiiiii
lítið. Hér fæst hann ungur og fullorðinn (smár og stór) á sömu
slóðum og lirfan er, eins og vænta má, svifdýr. Höf. hefir séð
hann með egg undir hala og í hamskiptum í júlí.
Eins og kunnugt er, er leturhumarinn ágætis matur, miklu fín-
gerðari en vanalegur humar, en erfitt er að geyma hann lifandi
og koma honum þannig á markað.1) Þó er hann nokkuð veiddur í
norðanverðum Norðursjó og við Noreg sunnanverðan. Ekkert
skal um það sagt, hvort það myndi borga sig að veiða leturhum-
arinn hér við land, sérstaklega; úr því yrði reynslan að skera. En
ef mætti sameina humarveiðarnar rækjuveiðum, sem stundaðar
væru við SV-land, og humarinn soðinn niður, eða sendur út kæld-
ur, eru meiri líkindi til þess að þær gætu borgað sig. Þorskur etur
hann mikið þar sem hann er að fá.
2. Humrungur (Galathea nexa Embl.) er miklu minni en
leturhumar, (1 allt að 20 mm)
en all-svipaður honum í vexti
(9. md.), en þó nokkuð breið-
vaxnari, méð þverhrukkóttan
skjöld og stórar tengur á
fremstu ganglimunum, en
engar á hinum; 4. ganglima-
parið er mjög vanþroskað.
Liturinn rauður eða rauð-
brúnn, með ýmsu flúri. —
Humrungurinn á heima með
öllum ströndum Evrópu frá
Karahafi til Miðjarðarhafs
á 5—150 m dýpi, tíðast á
grjót- og sandbotni. Hér við
land er hann mjög tíður við
S- og V-ströndina, frá Vest-
manneyjum til Vestfjarða, á
öllu dýpi, frá 40—300 m, og mikið etinn af þyrsklingi og ýsu (hefi
eitt sinn fundið hann í 11 ýsum af 23 úr Grindavíkursjó).
9. md. Útlend humrungs-tegund.
(Úr Danm. Fauna).
1) Hinn alkunni N-Atlanzhafs humar (Homarus vulgaris, á Norðurlanda-
málunum og Þ Hummer, á E Lobster) er grunnsævisdýr, sem lifir á grýttum,
þaragrónum botni á 8—30 m dýpi, og er svo hitafrekur, að hann lifir ekki hér
við land, og varla við Færeyjar. Þar hefir hann ekki viljað þrífast, þótt
reynt hafi verið að setja ungviði þar í firðina.