Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 17
 NÁTTÚRUFRÆEINGURINN 125 ...................................................... 3. Tenglingur (Munida tenuimana G. O. Sars) er svip- aður humrung að stærð og með tilliti til bols og hala, en hef- ir feikna langar og mjóar tengur á fremstu ganglimum, sem eru miklu lengri en allt dýrið annars, og lengri en löngu fálmararnir. Aftasta ganglimaparið er van- þroskað. Liturinn er rauður. Tenglingur- inn er djúpsævisdýr, sem lifir á 40—600 m dýpi frá Davis- sundi til Noregs og þaðan suður til N- Afríku. Hér við land Kj virðist hann all-tíður £. við S- og V-strönd- ina, frá Hvalsbak til Vestfjarða, frá 40—300 m dýpi, og vera etinn af ýmsum fiskum, einkum keilu. b. Krabbar (Brachyura) hafa breiðan, flatvaxinn, ýmist fram- breiðan eða afturbreiðan bol, en stuttan, vanþroskaðan, flatan, vöðva- og blöðkulausan hala, sem er beygður upp undir bolinn, og er stærri á kven- en karldýrinu, enda ber móðirin eggin undir honum. Ganglimirnir eru tíðast vel þroskaðir, með stórar og sterk- ar tengur á fremsta pari. Fálmararnir eru tíðast mjög stuttir, og augun í djúpum holum undir skjaldarröndinni. Þeir eru fráir á fæti, en ganga út á hlið. Sumir geta synt. 1. Stóri trjónukrabbi (Hyas araneus L.), D og N Sandkrabbe (11. md.) er einna stærstur af íslenzkum ’krabbateg- undum, skjaldarlengd allt að því 95 mm), með jafn-frammjókk- andi skjöld, langa og sterka ganglimi, en fremur smáar tengur. Liturinn grá- eða græn-mórauður. Stóri trjónukrabbi er algengt •f 6 10. md. Útlendur tenglingur. (Úr Danm. Fauna).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.