Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 20
128 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN •iiiiiiimiiiiimiimiiiiiiimiimmmiiiimiimmiiiimiimiiiiiiimiiiiiiiimiiiimmiiiiimiimimmiiiiimiimiiiiiiiiiiimiiiiimii astur þó í Vestmanneyjum og á svæðinu milli Þjórsáróss og Garð- skaga (í hlýja sjónum), annars staðar er hann ekki fundinn. Bog- krabbinn er gráðugt rándýr, sem lifir á ýmsum dýrum, sem hann ræður við, og á hræjum. Hann syndir oft og verður, einkum hin- ir smærri, fiskum og fuglum að bráð. Limastýfing er tíð, og oft, mikil, jafnvel öll fimm fótapörin stýfð í senn. Til matar er hann lítils virði, en áður suðu menn úr honum feitina til smyrsla. 5. Sundkrabbi (Portunus holsatus Fabr.), D og N Svöm- mekrabbe, líkist allmikið bogkrabbanum á skjöldinn, hefir t. d. 5 sagtennur hvoru megin, en er minni, skjaldarlengdin sjaldan yfir 30 mm. Fótliðurinn, sem ber töngina, hefir hvasst horn að innanverðu og öftustu ganglimirnir eru breiðir og blaðmyndaðir, randhærðir sundfætur. Liturinn er grágrænn. Sundkrabbinn er grunnsævisdýr, sem lifir á 3—300 m dýpi frá íslandi suður með öllum ströndum Evrópu, allt suður í Svartahaf. Hér er hann all- tíður á 40—75 m við S- og SV-ströndina, milli Ingólfshöfða og Snæfellsness og verður víst alloft fiskum (þyrsklingi) að bráð. Eftir lögun öftustu fótanna að dæma, mun honum vera all-létt um sund. Töskukrabbi (Cancer pagurus Leach), D og N Taskekrabbe (14. md.), stærsta krabbategund N- og V-Evrópu, algengt grunnsævisdýr í Norð- ursjó, hefir fundizt hér einu sinni, á Siglufirði á snyrpinótaskipi, er hafði síðast verið að veiðum á Skagafirði, seint í júlí 1931. Þetta var allstórt dýr (breidd 160 mm). Hæpið er að þetta stóra eintak af dýrinu, sem annars er ekki fundið norðar en í Lófót, sé vaxið upp hér við norð- urströnd landsins, held- ur hefir það ef til vill verið flutt sem vistir á einhverju útlendu flutn- ingaskipi til Siglufjarð- ar og borizt þaðan yfir á íslenzka fiskiskipið. Verður að svo stöddu að telja það vafasamt, að þessi krabbategund eigi heima í íslenzkum sjó.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.