Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 22
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiimimiiiiiimiiiimiiiiiiiimiiimmiifiiiiimimimiiiiiiiiiimuiiiiiimiiiiiimiimiiminiiiiiiimiimiimiM'
verðu af því, aS þaS tekur bústaS í tómum kuSung jafnskjótt og
þaS hættir sviflífi sínu og lagar sig eftir hinum þrönga og snúna
bústaS sínum, sem þaS flytur meS sér. YerSur það að skipta um
hann og fá sér stærri jafnóðum og það vex og endar (hér í sjó)
með stærstu kuðungunum (beitukóng og hafkóng). Þegar ástæða
er til dregur dýrið sig inn í kuðunginn og lokar fyrir hann með
töngunum- Af þessu nefnast þessi dýr kuSungakrabbar, en ekki
af því, að þeir séu af kuðungi (snigli) komnir- Á kuðungnum,
sem þeir búa í, situr oft sæfífill, pólýpar o. fl.
1. Snoðni kuðungakrabbi (Eup. Bernhardus L) hef-
ir engan kjöl á töngunum, og er lítið sem ekkert hærður á útlim-
um (16. md., 1 og 4). Liturinn er rauðgulur með dökkum rák-
um. Hann er algengur á grunnsævi (15—30 m) í N-Atlantshafi
og Miðjarðarhafi og hér við land er hann algengur a. m. k. í hlýja
sjónum, frá fjöruborði niður á 200 m. Hann býr í ýmsum tegund-
um kuðunga eftir stærð, og að síðustu í beitukóng og hafkóng, og
finnst oft í mögum ýmissa fiska. Höfundurinn hefir séð hann
með egg á hala 17. maí til 30. júní.
2. Loðni kuðungakrabbi (Eup. pubescens Kröyer)
er svipaður hinum að stærð og
útliti, en hefir greinilegan kjöl
eftir endilangri vinstri töng ut-
anverðri og útlimirnir eru sett-
ir stinnum hárum eða broddum
(tengurnar, 1. md. 3 og 5). Lit-
urinn er dökkrauður með ljós-
um eða dökkum dílum. Hann er
tíður í nyrztu höfum jarðarinn-
ar og á öllu dýpi frá fjöruborði'
niður á 260 m eða dýpra. Hér
við land er hann mjög tíður á.
líku dýpi og hinn, nema í hlýj-
ari sjónum, þar sem færra virð-
ist vera um hann. Eins og hinn
býr hann í kuðungum á allri
stærð, og finnst oft í fiskamög-
um.
16. md. Kuðungakrabbi og tengur af
íslenzku tegundunum.
(Úr Danmarks Fauna).
Af því litla, sem sagt hefir verið hér að framan um tífættu
krabbadýrin í íslenzkum sjó, má sennilega ráða, að þau muni í