Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 131 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii mörgu tilliti vera þar hin fremstu meðal hinna „óæðri“ sjávar- dýra, auk þess sem þau eru, að ljóskröbbunum og krabbaflóm (rauðátu) meðtöldum, hin nytsömustu, sem fæða fyrir menn og fiska. Því miður á almenningur ekki kost á að kynnast mörgum þeirra heima hjá þeim og erfitt er að veiða þau og halda þeim lif- andi til lengdar. Þó geta menn, sem á sjávarbakkanum búa, oft náð í lifandi krabba og geymt þá í hreinum sjó í stórum ílátum eða fjörupollum og kynnst þeim þar, og munu þá fljótt komast að raun um, að þeir eru ekki ver gefnir „andlega og líkamlega“ en mörg hinna „æðri“ dýra. Margt mætti og segja skemmtilegt um ýms af hinum krabba- dýrunum, ef rúmið í Náttúrufræðingnum leyfði; það gæti máske orðið seinna. Heimildarrit: Danmarks Fauna, 9. K. Stephensen: Skjoldkrebs. Carl Dons: Nord-Norges Deeapoder. R. Spárck: Nordens Dyreverden. Sverðíiskur rekinn í Breiðdalsvík. Síðasta áratug hefir borið óvanalega mikið á suðrænum fiskum hér við land, hafál, augnasíld og brandháf við suðurströndina og beinhákarli við Austfirði. Mun það vera afleiðing af hlýjari sjó en vant er, á þessum slóðum. Svo hafa í fyrra og í ár bætzt við tveir fiskar, sem áður voru hér óþekktir, en þó, eins og höf. hefir bent á í „Fiskunum", líklegir til að sjást hér: flekkjaglitnir og sverðfiskur. Frá hinum fyrrtalda hefir ritstjórinn skýrt í 2. h. Náttúrufræðingsins þ. á., en frá hinum var sagt í útvarpinu. Um sama leyti og útvarpsfregnin kom, hringdi Magnús sýslum. Gíslason á mig og sagði mér frá því, að 23. júlí hefði rekið á Þverhamarsfjöru við Breiðdalsvík fisk, sem samkvæmt lýsingu sýslumanns gat varla verið annað en hinn algengi N.-Atlanzhafs- sverðfiskur. Fyrir góða aðstoð sýslumanns og velvilja Gísla 9*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.