Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 131 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii mörgu tilliti vera þar hin fremstu meðal hinna „óæðri“ sjávar- dýra, auk þess sem þau eru, að ljóskröbbunum og krabbaflóm (rauðátu) meðtöldum, hin nytsömustu, sem fæða fyrir menn og fiska. Því miður á almenningur ekki kost á að kynnast mörgum þeirra heima hjá þeim og erfitt er að veiða þau og halda þeim lif- andi til lengdar. Þó geta menn, sem á sjávarbakkanum búa, oft náð í lifandi krabba og geymt þá í hreinum sjó í stórum ílátum eða fjörupollum og kynnst þeim þar, og munu þá fljótt komast að raun um, að þeir eru ekki ver gefnir „andlega og líkamlega“ en mörg hinna „æðri“ dýra. Margt mætti og segja skemmtilegt um ýms af hinum krabba- dýrunum, ef rúmið í Náttúrufræðingnum leyfði; það gæti máske orðið seinna. Heimildarrit: Danmarks Fauna, 9. K. Stephensen: Skjoldkrebs. Carl Dons: Nord-Norges Deeapoder. R. Spárck: Nordens Dyreverden. Sverðíiskur rekinn í Breiðdalsvík. Síðasta áratug hefir borið óvanalega mikið á suðrænum fiskum hér við land, hafál, augnasíld og brandháf við suðurströndina og beinhákarli við Austfirði. Mun það vera afleiðing af hlýjari sjó en vant er, á þessum slóðum. Svo hafa í fyrra og í ár bætzt við tveir fiskar, sem áður voru hér óþekktir, en þó, eins og höf. hefir bent á í „Fiskunum", líklegir til að sjást hér: flekkjaglitnir og sverðfiskur. Frá hinum fyrrtalda hefir ritstjórinn skýrt í 2. h. Náttúrufræðingsins þ. á., en frá hinum var sagt í útvarpinu. Um sama leyti og útvarpsfregnin kom, hringdi Magnús sýslum. Gíslason á mig og sagði mér frá því, að 23. júlí hefði rekið á Þverhamarsfjöru við Breiðdalsvík fisk, sem samkvæmt lýsingu sýslumanns gat varla verið annað en hinn algengi N.-Atlanzhafs- sverðfiskur. Fyrir góða aðstoð sýslumanns og velvilja Gísla 9*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.