Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 138
llllll llllll llllllllllllt IIIIIIIIIIII llllllllllllllll IIIIIII llllllllllll IIIIII1111II lllllllll IIIII lllllllllll II llll IIIII1111111111111111111111111111111111111111
Sverðfiskurinn á heima víða í tempruðum og heitum höfum,
bæði í Kyrrahafi, Indlandshafi og öllum heitari hluta Atlanzhafs,
einnig við N.-Ameríku. í því austanverða er hann tíður í Mið-
jarðarhafi og slangrar á sumrin norður með Bretlandseyjum, inn
í Eystrasalt og alla leið til Finnmerkur; er all-tíður í Oslóarfirði,
sést þar og í dönsku sundunum svo að segja árlega. Hann er, eins
og litur hans og vaxtarlag bendir til, sundfimur uppsjávar-fiskur,
sem fer oft í torfum og ofsækir ýmsa minni yfirborðsfiska, eins
og síld, makríl og lax, sem hann eltir inn í fjarðarbotna og jafn-
vel upp í árósa. Hann er veiddur mikið í Miðjarðarhafi (í nætur,
líkt og túnfiskur), eða skutlaður við Ameríku. Hann er stórgerð-
ur á fiskinn, en þykir góður á bragðið. B. Sæm.
r
Arangur íslenzkra fuglamerkinga, XI.
Endurheimtur 1936.
Innanlands hefir náðst:
1) Rita (Rissa t. tridactyla (L)), ad. Merkt (6/485), full-
orðin, þ. 16. ágúst 1932, á Sauðárkróki. Fannst dauð þ. 29. maí
1936, hjá Granastöðum í Köldukinn í Suðui'-Þingeyjarsýslu.
Erlendis hefir spurzt um:
1) Smyrill (Falco columbarius subaesalon, A. E. Brehm).
Merktur (5/288), þá ungi í hreiðri, á Skjaldfönn í Norður-ísa-
fjarðarsýslu, þ. 27 júní 1933. Skotinn á Strathleven Moor, Dum-
bartonshire á Skotlandi, þ. 1. apríl 1936.
Hann hefir langa kviðugga og langan og mjög háan bakugga (líkt og föld-
ungurinn, sjá „Fiskana"), er menn vilja halda, að hann brúki fyrir segl, þegar
hann syndir við yfirborðið.