Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 26
134 NÁTTÚEUFRÆÐINGURINN llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll r Um mýragróður Islands. Þegar vér lítum yfir gróið land, hljótum vér brátt að taka eft- ir því, hversu ólíkir ýmsir hlutar þess eru. Þegar við fyrsta yfir- lit sjáum vér ólíkan litblæ, enda þótt enginn sérstakur blómlitur yfirgnæfi hinn græna gróðurlit, eða ýms önnur einkenni. Sum- staðar vekja skrúðlit blóm athygli vora. Við nánari athugun kem- ur í Ijós, að þessi munur landsins, er athygli vora vakti, stafar af því, að plöntutegundunum er misskipt niður. En þá vaknar hjá oss spurningin, hvað veldur þessari niðurskipun tegundanna? Því verður svarað þannig, að ólík lífsskilyrði ráði þar mestu um. Oft munum vér þó sjá að litlu munar, en margar plöntur eru harla viðkvæmar í þeim efnum. Það má segja, að líf plantnanna sé einkum háð fimm þáttum lífsskilyrða: ljósi, lofti, hita, raka og jarðvegi. Þegar athugað er um gróður jarðar í stórum dráttum, kemur í ljós, að hægt er að tala um gróðurbelti, er ná yfir þvera jörð. Það, sem mestu ræður um sköpun þessara gróðurbelta, er samspil hita og raka. Ef vér aftur á móti tökum lítið svæði til at- hugunar, þá verður brátt ljóst, að rakinn mun ráða einna mestu allra lífsskilyrða um það, hverjar tegundir skipa sér saman í fé- lög. Að vísu má ekki gleyma hinum öðrum lífsskilyrðum, einkum efnasamsetningu jarðvegsins. Annars verður það of langt mál að rekja hér, af hverjum þáttum lífskjör gróðurfélaganna eru sam- an brugðin. En eitt getum vér hér fullyrt, að þar sem lífsskilyrð- in eru lík á takmörkuðu svæði, finnum vér alltaf að mestu hinar sömu tegundir plantna. Slík félög tegunda, sem saman hafa skip- ast vegna sömu lífskjara, köllum vér gróðurlendi. Oft getum vér fylgst með því frá byrjun, hvernig gróðurlendi skapast, t. d. þar sem flög gróa af sjálfu sér. I fyrstu, meðan nóg er landrýmið, eru tegundirnar oft margar og furðu ósamleitar, hvað snertir kröfur til lífsins. Þegar þéttbýlið eykst, fækkar tegundunum, og að síð- ustu verða þær einar eftir, sem hæfastar eru til að búa við þau lífsskilyrði, sem fyrir hendi eru á umræddum stað. Flagið, sem áður var, hefir breytzt í valllendi, mó eða mýri, allt eftir því, hvernig staðhættir voru. Þannig er það samkeppnin, sem skapar gróðurlendin, eða réttara sagt, sker úr því, hvaða tegundir verða á hverjum stað, því að þær einar tegundir vaxa í hverju gróður- lendi, sem hæfastar eru til að búa við þau lífsskilyrði, sem þar eru

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.