Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 28
186 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111,1111111111111111111111111,111111,|mu|r leifarnar verða þó oftast þyngstar á metunum, og skapa móinn, sem allir kannast við. Þykkt mólaganna sýnir oss bezt, hversu mikið munar um þær. Mórinn er plöntuleifar, sem ekki hafa náð að rotna, því að loftið hefir eigi um þær leikið, og rotnunarbakter- íur hafa þar eigi fengið aðgang. í mónum geymist bæði frjókorn og aðrar plöntuleifar, sem ákvarðanlegar eru. Með skoðun þeirra má oftast rekja gróðrarsögu mýrarinnar frá öndverðu, og síðan eftir þeim gögnum gera sér hugmynd um loftslag liðinna alda. Mómýrin er þannig eins og bók, sem lesa má í sögu löngu liðinna tíma. Stundum skapast mómýrin á þann hátt, að mosi vex yfir tjörnina, þótt vatn sé undir. Verður þarna rótlaust kviksyndi, sem allt gleypir, er hættir sér út á mosaþakið. Mosakynslóðirnar deyja hver á fætur annari, og leifar þeirra falla niður í leðjuna, sem undir er, og þannig fyllist tjörnin smám saman, og plönturn- ar taka að fikra sig út á mosaþakið, og síðan skapast þar sam- fellt gróðurfélag blómjurta, og mýrin er fullsköpuð. En af mos- anum hefir skapazt mór, sem oft geymir hina furðulegustu hluti, er villzt hafa út í kviksyndið á sama tíma. Mýrar af þessu tagi munu ekki vera- víða hér á landi. Líkastar þeim eru dýin, sem oft breytast í mýrar með tíð og tíma. Enn skal getið um eina mýramyndun, sem eigi er ótíð hér, og það eru mýrar meðfram straumvötnum. Þegar straumur minnkar í ánum, taka þær að hlaða sandi og leir í botn sinn og meðfram farvegi sínum. Þannig skapast oft stórir landflákar meðfram ám og við ósa þeirra, eink- um er þær falla í kyrra f jarðabotna, sem smám saman fyllast upp. En land þetta, er þannig hefir nýskapazt, helzt stöðugt vott af vatni ánna, því að oft er það litlu hærra en árbotninn, og afrennsli af því útilokað. Árnar flæða oft yfir það í leysingum og færa því ný frjóefni. Með þessu móti hafa skapazt mörg hin frjósömustu engjalönd þessa lands, sem síðar skal nánar lýst. Einu má ekki gleyma í þessu sambandi. Sköpun mýranna tekur óratíma, og gróður þeirra verður oft mismunandi eftir því, hversu langt er komið. Því finnum vér í mýrunum ótal mismunandi gróðrarstig og gróðrarfélög. Mýrlendi er útbreitt hér á landi. Þorvaldi Thoroddsen telst svo til, að um 8% af öllu yfirborði landsins séu mýrar. Þegar á það er litið, hve mikið af yfirborði landsins er auðnir og öræfi, verð- ur ljóst, að mýrlendið mun vera hið langútbreiddasta gróðurlendi landsins, ef aðeins er litið á algróið land. Þetta er eðlilegt, þegar tekið er tillit til hnattstöðu landsins, því að meginútbreiðsla mýra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.