Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 139 (mmiimmiiiiiiiiiiiiiimitimmimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiimiimiimiiiiiiimiiii Flóagróður (Arnarvatnsheiði). (H. Mölholm Ilansen: „Studies on the Vegetation of Iceland). bökkunum, en tjarnarmiðjan er auð, eða þar vex fergin, Ijósa- stör, þá oftast mjög stórgerð, vatnsnál og horblaöka. Inn á milli þessara tegunda, sem oftast ná allhátt upp yfir vatnsflötinn, flétt- ast í vatnsskorpunni eða niðri í vatninu flækjur af maralónasóley og ýmsum nylcru-tegundum, auk bæði græn- og blágrænþörunga, sem fljóta í vatninu eins og slímþræðir eða hlaupkenndar kúlur og skorpur. Þessi jurtagróður er það, sem smám saman fyllir tjörn- ina og breytir henni í mýrlendi, eins og fyrr er getið. Ef vér nú þessu næst athugum gróður flóans, vekur það fyrst athyglina, hve tegundasnauður hann er. Enda þótt ísland sé frem- ur snautt af háplöntum, er það sérkennilegt fyrir ýms gróðurlendi þess, hve margar tegundir þyrpast oft saman á litla bletti. Þann- ig finnast í sumum gróðurlendum 30—40 tegundir á einum fer- metra. í flóanum eru þær oft ekki fleiri en 3—4 og jafnaðar- legast fyrir innan 10, ef um hreinan flóagróður er að ræða. Tala tegundanna fer þó mjög eftir því, hversu votur flóinn er. Ef hann nær að þorna, þótt ekki sé nema örstuttan tíma úr sumrinu, fjölgar tegundunum að miklum mun. Hið sama er að segja um mosagróður flóans. Hann er bæði gisinn og fáskrúð- ugur, ber því meira á því, sem flóinn er votari. Það, sem veldur tegundafæð flóans, er vitanlega samspil ýmissa skilyrða. Það hefir þegar verið á það bent, að vatnið í jarðveginum jafni hit-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.