Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 143 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiMiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Mýrlendi (Björk, Árnessýslu). (H. Mölholm Hansen: „Studies on the Vegetation of Iceland). stör. En mýrastörin er öll miklu grannvaxnari, blöðin mjórri, blómöxin minni og hanga ekki, og plantan öll smávaxnari en gul- störin. Annars er mýrastörin harla breytileg að útliti. Aldrei fær hún hinn gulbleika lit gulstararinnar, og ekki eru jarðstenglur hennar jafnvíðskriðular. í starungsmýrinni er mýrastörin ríkj- andi í lautunum, en teygir sig upp eftir þúfnahliðunum, og vex oft einnig uppi á þúfnakollunum, enda þótt hún verði oft að berjast þar um völdin við ýmsar aðrar þurrksæknari plöntur, svo sem vingultegundir, títulíngresi og aðrar grastegundir. Ýmsar aðrar starartegundir vaxa einnig í starungsmýrinni, svo sem blá- toppastör, belgjastör og hárleggjastör, og sé mjög votlent, leita bæði gulstörin og fífan inn í ríki mýrastararinnar. Gulstörin sæk- ir einkum þar á, sem lækjaframburður berst út í mýrina, eða járnblandinn leir er í lautum og keldum, en fífan, þar sem jarð- vatnið er kyrrt og súrt. í starungsmýrinni er meira um skrúðjurtir en í hinum gróður- lendunum tveimur. I lautum vaxa þar engjarós, horblaðlca og hófsóley, og víðsvegar eru þar hin ljósu blóm hrafnaklukkunnar eða lifrauðar dúnurtir, hvervetna eru þar bláar mýrafjólur og lyfjagras og hvítar mýrasóleyjar og jafnvel finnast þar gulir blettir fífla og sóleyja. Þessar jurtir gera að vísu fremur spjöll

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.