Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 36
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11111111111111111111111111111111111 ] 111111111111111II1111 ] 11111111111111111111111111111111111111111 ■ 1111111| 11111! 11 {11,1111! 1111 (I) 111 n 11 ■ n |, | n (| n |) n, | en bætur á heyfangi mýrarinnar, en hinsvegar gefa þær henni fegurri svip og fjölbreyttari blæ en ella mundi. Elftingar- og viðarmýri. Þess er fyrr getið, að á þúfnakollum ætti mýrastörin mjög í vök að verjast fyrir öðrum tegundum, er að henni sæktu. Stundum verður hún algjörlega að lúta í lægra haldi og þoka um set. Aðrar tegundir taka sæti hennar og gefa landinu svip. Þær tegundir, sem hér er um að ræða, eru einkum mýraelfting og ýmsir smá- runnar. Eru þá fram komin ný gróðurfélög, er annað hvort nefn- ast elftingarmýri eða viðarmýri. Skal þeim lýst nokkru nánar. Elftingarmýrin er að öllum jafnaði þurrlendari en starungs- mýrin. Mjög eru þessi gróðurfélög skyld, því að oft heldur mýra- störin velli í lautunum, en elftingin þekur þúfnakollana, og leyfir oft engri annari tegund þar aðsetur. Mýrar þessar gróa oft snemma á vorin., en fölna einnig snemma á haustin, oft eftir fyrstu frostnætur seinni hluta sumars. Oft er elftingarmýrin blómauð- ugri en starungsmýrin, en annars er gróðrarsamsetning þeirra mjög lík, og báðar teljast þær sæmilegar til heyfangs. Öðru máli gegnir þar um viðarmýrina. Hún er þýðingarlaus til heyskapar, en oft notadrjúg til beitar, einkum framan af vetri. Runnplöntur þær, er þar vaxa, eru helztar: fjalldrapi, bláberjalyng, krækiberja- lyng, sem þó er lítið af, og víðitegundir, einkum gulvíðir, sem er rakasæknastur íslenzkra víðitegunda. Oft er viðarmýrin berjasæl á sumrum. Viðarmýrin er oft allstórþýfð, og lautir þá blautar, vaxnar gróðri. Er hún að gróðursamsetningu oft skyldari flóa en starungsmýri. — Þessum þremur mýrlendisdeildum: starungs-, viðar- og elftingarmýri er það öllum sameiginlegt, að mosagróð- ur er þar mikill og fjölbreyttur. Þúfurnar eru oft að me'stu skap- aðar af mosa og láta undan, ef á þær er stigið. Þessar mýrar eru að samlögðu víðlendastar af öllum gróðurfélögum mýrlendisins hér á landi. Einkum eru þær yfirgnæfandi, þar sem landi hallar, eins og oft í aflíðandi fjallahlíðum. Jaðar. Stundum verður mýrastörin og aðrar þær tegundir, sem taldar hafa verið einkennistegundir mýranna, að þoka fyrir tegundum, sem ekki hefir enn verið að nokkru getið hér. Þar er þá ýmist um að ræða grastegundir eða hrossanál, eða blöndu af hvorutveggja. Þegar svo er, en jarðvegurinn enn þó allrakur, er komið að tak-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.