Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 44
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
.......................
sá, sem svartbakurinn hefir veitt þannig, er nefndur „veiði", og
má vera, að hið annað nafn hans, veiðibjalla, sé af því komið.
Svartbakurinn gerir töluvert mikið að því að veiða þannig hrogn-
kelsi að vorinu, innan um sker og hólma, en fengsælastur er hann
á miklum leirum, þar sem tjarnir myndast á leirunum, þegar
sjórinn fellur út, því að hrognkelsin daga oft uppi í þess konar
tjörnum. Áður fyrr — að minnsta kosti — tíðkaðist að ganga á
slíkar leirur, af landeiganda, og taka veiðina af fuglinum, og
veiddist oft töluvert á þennan hátt.
Um silungsveiði svartbaksins er mér ókunnugt, en heyrt hefi
eg að það komi fyrir, að hann ráðist á unglömb og drepi þau. Og
alkunna er, að svartbakurinn er skaðræðisgripur í öllum ungum,
sem hann getur náð í, sérstaklega þó í æðarungum, sem hann
tínir upp vanalega flestalla, sem hann sér, og gleypir með öllu
saman, og stendur því mest í vegi fyrir því, að æðarfugli fjölgi
að nokkru ráði. Einnig kemur það fyrir, aðallega að vetri til, þeg-
ar ísrek er mikið og lygn sjór, að hann syndir með mestu hægð
og miklum sakleysissvip og reynir að komast sem næst þar, sem
æðarfugl er. Þyki honum að hann sé kominn nægilega nálægt, þá
bregður hann við og tekur fyrir hálsinn á einhverjum æðarfugl-
inum og hengir hann, dregur hann svo til næsta lands eða ísjaka
og étur hann þar. Yfirleitt er svartbakurinn mesti veiði- og rán-
fugl. Þ. J. Jóhannsson.
Náttúrufræðingurinn þakkar höfundi þessarar greinar og próf.
Guðmundi Thoroddsen fyrir þær mjög fróðlegu upplýsingar um
lifnaðarháttu svartbaksins, sem þeir hafa látið ritinu í té.
Á. F.