Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 48
156 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiimiiniiimimiimmiiiimimiimimimimmmiiiiiiiiiiiiiiiimmiimimmiiiiiimiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii kemur það fyrir að þeir dvelja hér fáeina daga, helzt við vötn eða meðfram ám. B. G. ATHS. Það var mjög leiðinlegt að tilraun sú, sem gerð var til þess að ala upp blendingana, grágæs + helsingi, skyldi mistakast. Þeirra hefir augsýnilega ekki verið gætt eins vel og vert var. Öll „blönd- uð“ hjónabönd meðal al-viltra fugla eru mjög sjaldgæf, þótt þau sé ekki einsdæmi (sbr. „Náttúrufr. I. ár, bls. 77, korpönd + æð- arfugl). Er því fyllsta ástæða til þess að leitast sé við að athuga til hlítar þau fáu dæmi, sem menn verða varir við. Þegar um mjög fjarskyldar tegundir er að ræða, verða slík hjónabönd að jafnaði ófrjó, þ. e. eggin klekjast ekki út. Þannig fór, að mig minnir, um korpöndina og æðarkolluna í Engey 1931 (sjá að of- an). — Blendingar af grágæsum (Anser anser) og helsingjum (Branta leucopsis) eru óþekktir með öllu, sem von er, þar sem varplönd þeirra eru svo fjarlæg. Það er með öllu ósannað, að helsingjahjón hafi nokkru sinni orpið sunnan Norðui'heimskauts- landanna, svó að þeim hafi verið það sjálfrátt. En í dýragörðum og öðrum stöðum, þar sem helsingjar hafa verið í haldi, eða hálf- tamdir, hafa þeir sjaldnast fengist til þess að auka kyn sitt. En margar villtar gæsa- og helsingja-tegundir hafa í dýragörðum sýnt ákveðnar tilhneigingar til þess að binda trúss sín við sér lítt skildar tegundir. Þannig bar það við, eftir því sem Bengt Berg, hinn sænski, segir frá, að stóra grágæs og helsingjategund ein, ættuð frá Norður Ameríku, Branta canadensis, eignuðust af- kvæmi á gæsabúi hans. En hvort þeirra fyrir sig átti þó kost á að velja sér maka af sinni tegund. Afkvæmi þeirra líktust meir í grágæsarættina en búist hafði verið við. Þessar tegundir eru nauða ólíkar 1 sjón og hafa verið taldar svo fjarskyldar, að vafa- samt þótti, að þau gætu átt afkvæmi saman. En þau ráku af sér það ámæli. Að því er snertir blendinga þá, sem hr. Bjartmar Guðmunds- son getur um, verður ekkert um það sagt að svo komnu, í hvora ættina þeim hefði meira brugðið, ef þeim hefði enzt aldur. Þeir- voru svo ungir, er æfi þeirra lauk, að þess er ekki að vænta, að „leikmenn“ sæi þar missmíði á, en eflaust hefði orðið annað uppi, ef þeir hefði komizt í hendur fræðimanna. Hitt tel eg víst, að um það bil, sem þeir væru orðnir alfiðraðir og nær fleygir, mundu flestir hafa séð á þeim blendings-einkennin. M. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.