Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 48
156 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiimiiniiimimiimmiiiimimiimimimimmmiiiiiiiiiiiiiiiimmiimimmiiiiiimiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii kemur það fyrir að þeir dvelja hér fáeina daga, helzt við vötn eða meðfram ám. B. G. ATHS. Það var mjög leiðinlegt að tilraun sú, sem gerð var til þess að ala upp blendingana, grágæs + helsingi, skyldi mistakast. Þeirra hefir augsýnilega ekki verið gætt eins vel og vert var. Öll „blönd- uð“ hjónabönd meðal al-viltra fugla eru mjög sjaldgæf, þótt þau sé ekki einsdæmi (sbr. „Náttúrufr. I. ár, bls. 77, korpönd + æð- arfugl). Er því fyllsta ástæða til þess að leitast sé við að athuga til hlítar þau fáu dæmi, sem menn verða varir við. Þegar um mjög fjarskyldar tegundir er að ræða, verða slík hjónabönd að jafnaði ófrjó, þ. e. eggin klekjast ekki út. Þannig fór, að mig minnir, um korpöndina og æðarkolluna í Engey 1931 (sjá að of- an). — Blendingar af grágæsum (Anser anser) og helsingjum (Branta leucopsis) eru óþekktir með öllu, sem von er, þar sem varplönd þeirra eru svo fjarlæg. Það er með öllu ósannað, að helsingjahjón hafi nokkru sinni orpið sunnan Norðui'heimskauts- landanna, svó að þeim hafi verið það sjálfrátt. En í dýragörðum og öðrum stöðum, þar sem helsingjar hafa verið í haldi, eða hálf- tamdir, hafa þeir sjaldnast fengist til þess að auka kyn sitt. En margar villtar gæsa- og helsingja-tegundir hafa í dýragörðum sýnt ákveðnar tilhneigingar til þess að binda trúss sín við sér lítt skildar tegundir. Þannig bar það við, eftir því sem Bengt Berg, hinn sænski, segir frá, að stóra grágæs og helsingjategund ein, ættuð frá Norður Ameríku, Branta canadensis, eignuðust af- kvæmi á gæsabúi hans. En hvort þeirra fyrir sig átti þó kost á að velja sér maka af sinni tegund. Afkvæmi þeirra líktust meir í grágæsarættina en búist hafði verið við. Þessar tegundir eru nauða ólíkar 1 sjón og hafa verið taldar svo fjarskyldar, að vafa- samt þótti, að þau gætu átt afkvæmi saman. En þau ráku af sér það ámæli. Að því er snertir blendinga þá, sem hr. Bjartmar Guðmunds- son getur um, verður ekkert um það sagt að svo komnu, í hvora ættina þeim hefði meira brugðið, ef þeim hefði enzt aldur. Þeir- voru svo ungir, er æfi þeirra lauk, að þess er ekki að vænta, að „leikmenn“ sæi þar missmíði á, en eflaust hefði orðið annað uppi, ef þeir hefði komizt í hendur fræðimanna. Hitt tel eg víst, að um það bil, sem þeir væru orðnir alfiðraðir og nær fleygir, mundu flestir hafa séð á þeim blendings-einkennin. M. B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.