Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 159
fmiiiiiiimmimimimiimimmiiiMiiiiiiimiiiiiiiiiiiimmmiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiimiiimiimiiiiii
Ritfre^nir.
Geir Gígja: Jurtagróður, fegurð hans
og fjölbreytni, Reykjavík, 1936.
Þetta er mjög snotur bæklingur, 3 arkir (48 bls.) í „Crown“-
broti. Höfundurinn hefir gert sér far um að gefa stutt og um leið
skemmtilegt yfirlit yfir gerð og lífsháttu plantnanna, og þetta
hefir honum, að mínum dómi, tekizt vel. Alls staðar skín í gegn
ást höfundar á náttúrunni og fegurð hennar, bezta seglfestan, sem
hægt er að hafa fyrir hvern þann, sem hyggst að glæða þekkingu
og aðdáun annara á fegurð móður náttúru. Sá eini galli finnst
mér á riti þessu, að í það vantar greiningarlykla, yfir a. m. k. al-
gengustu íslenzkar plöntur, en þess vegna verður að vísa öllum
til annara, dýrari bók, og þess vegna nær ritið ekki þeim tilgangi,
sem það hefði einnig þurft að ná, að kenna mönnum að þekkja
plönturnar, einkum efnalítilli alþýðu og skólafólki. Úr þessu bæta
þó myndirnar nokkuð, en þær eru margar, 65 að tölu, og auka þær
mjög við gildi kversins.
Vonandi verður bækling þessum tekið vel, eins og hann á skilið,
og mega skólarnir vera höfundi þakklátir fyrir hann. Höfundur-
inn hefir annars aðallega lagt stund á skordýrarannsóknir, og hef-
ir svo að segja gefið þeim hverja frístund sína árum saman, með
þeim árangri, að hann mun nú vera með færustu mönnum hér á
landi í þeirri grein. Á. F.
Keld Milthers: Jökullöbet paa Island
1934. Nat. Verd. Aug. 1936.
Höfundurinn kom hingað til landsins í för með Dr. Niels Niel-
sen, þegar Vatnajökull „tók til starfa“ árið 1934, sérstaklega til
þess að rannsaka hina dýpri hluta jökulsins, sem komu í ljós eftir
jökulhlaupið. — Ritgjörðin er lýsing á jökulhlaupinu og gosinu,
eftir beztu heimildum, um leið og höfundurinn gefur yfirlit yfir
helztu niðurstöðuna af sínum rannsóknum. Greinin er skemmti-
lega rituð, skrýdd átta góðum myndum, og í henni andar hlýju
til þeirra íslendinga, sem höfundurinn komst í kynni við hér.
Á. F.