Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 52
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiii Samtíningur. Ef greitt væri úr járnbrautarneti heimsins, þannig að allar járnbrautir mynduðu beina línu, eina langa járnbraut, myndi hún ná 32,5 sinnum kring- um jörðina eftir miðjarðarlinunni, eða nema 3% sinnum fjarlægðinni til tunglsins. í Evrópu og Bandaríkjunum er nú ekki lengur byggt mikið af nýjum járnbrautum, en meiri áherzla lögð á bílvegina. Ef maður hugsaði sér alla vegi heimsins lagða í beina línu, næmu þeir um 19 milljónum kílómetra, eða tæplega 15 sinnum meiru en járn- brautirnar (1.3 mill. km.). Og þó eru ekki göturnar i borgunum taldar með. Fyrir hverja 1000 ferkílómetra nema vegirnir í: Evrópu..................... 625 km., en járnbrautirnar 43 km. Ameríku.................... 210 — — 15 — Ástralíu.................... 89 — — 6 — Asíu........................ 46 — — 3 — Afríku...................... 25 — — 2 — Frakkland hefir hlutfallslega mest af vegum, af öllum löndum heims- ins, eða 1600 km á hverja 1000 ferkílómetra a. m. Þar næst koma: Banda- ríkin með 1000 km, Þýzkaland með 800, Ítalía með 670 og Svíþjóð með 350. Eins og kunnugt er, eru mörg dýr tvíkynja: karldýr og kvendýr í senn. Þannig er t. d. hrúðurkarlinn. En svo eru til dýr, sem eru ýmist karl- eða kvenkyns, eins og t. d. ostran (skeldýr). Þar fer það eftir hitanum hversu tíð skiptin verða. Kampalampinn, sem við íslendingar könnumst við, er karlkyns á meðan hann er ungur, en verður kvenkyns með aldrinum. Maður getur því sagt, að í ríki kampalampans séu allir karlmenn ungir, en allar konur gamlar, eða m. ö. o., þar eru engar yngismeyjar og engir öldungar. Doktor nokkur, að nafni Gardner, við Cornell háskólann hefir gert tilraunir með gáfnafar hesta og kúa. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að kýr væru næmari en hestar, og myndu þó einkum lengur það, sem þær einu sinni hefðu lært. Gáfnaprófið var í því fólgið, að dýrin áttu að finna þann bás, sem fæðan var í. Hvað segja hestavinimir um þennan árangur?

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.