Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 52
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiii Samtíningur. Ef greitt væri úr járnbrautarneti heimsins, þannig að allar járnbrautir mynduðu beina línu, eina langa járnbraut, myndi hún ná 32,5 sinnum kring- um jörðina eftir miðjarðarlinunni, eða nema 3% sinnum fjarlægðinni til tunglsins. í Evrópu og Bandaríkjunum er nú ekki lengur byggt mikið af nýjum járnbrautum, en meiri áherzla lögð á bílvegina. Ef maður hugsaði sér alla vegi heimsins lagða í beina línu, næmu þeir um 19 milljónum kílómetra, eða tæplega 15 sinnum meiru en járn- brautirnar (1.3 mill. km.). Og þó eru ekki göturnar i borgunum taldar með. Fyrir hverja 1000 ferkílómetra nema vegirnir í: Evrópu..................... 625 km., en járnbrautirnar 43 km. Ameríku.................... 210 — — 15 — Ástralíu.................... 89 — — 6 — Asíu........................ 46 — — 3 — Afríku...................... 25 — — 2 — Frakkland hefir hlutfallslega mest af vegum, af öllum löndum heims- ins, eða 1600 km á hverja 1000 ferkílómetra a. m. Þar næst koma: Banda- ríkin með 1000 km, Þýzkaland með 800, Ítalía með 670 og Svíþjóð með 350. Eins og kunnugt er, eru mörg dýr tvíkynja: karldýr og kvendýr í senn. Þannig er t. d. hrúðurkarlinn. En svo eru til dýr, sem eru ýmist karl- eða kvenkyns, eins og t. d. ostran (skeldýr). Þar fer það eftir hitanum hversu tíð skiptin verða. Kampalampinn, sem við íslendingar könnumst við, er karlkyns á meðan hann er ungur, en verður kvenkyns með aldrinum. Maður getur því sagt, að í ríki kampalampans séu allir karlmenn ungir, en allar konur gamlar, eða m. ö. o., þar eru engar yngismeyjar og engir öldungar. Doktor nokkur, að nafni Gardner, við Cornell háskólann hefir gert tilraunir með gáfnafar hesta og kúa. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að kýr væru næmari en hestar, og myndu þó einkum lengur það, sem þær einu sinni hefðu lært. Gáfnaprófið var í því fólgið, að dýrin áttu að finna þann bás, sem fæðan var í. Hvað segja hestavinimir um þennan árangur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.