Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 10
108
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
livíileit rálc er yfir auganu. Flugfjaðrir og stélfjaðrir eru dökk-
brúnar með ljósari fjaðrajöðrum. Tvœr yztu stélfjaðrirnar sin
hvorum megin eru hvítar með breiðum dökkbrúnum jöðrum á
innfönum, tvær þær næstu dökkbrúnar með breiðum hvítum jöðr-
imi á útfönum. Nef dökkbrúnt, neðri skoltur þó ljósari. Fætur
dökkbrúnir, nærri svartir um liðamótin. Lithimna brún. Ungir
fuglar eru dökkbrúnni að ofan með breiðum ryðlituðum fjaðra-
jöðrum og hvítleitum fjaðraoddum. Ivynin eru eins, kvenfuglinn
aðeins dálitið minni.
Heimkynni söngtævirkjans (tegundarinnar) eru um alla Evr-
ópu og Asiu frá Atlantshafi
austur að Kyrrahafi og Jap-
an og norðan frá heim-
skautsbaug suður að Ind-
landshafi og Ceylon, enn-
fremur ná lieimkyni hans
yfir Norður-Afríku norðan
við Saliara. Um 28 undirteg-
undir eru kunnar. Fugl sá,
er liér hefur náðst, telst lil
unditegundar þeirrar, sem
er útbreidd um alla Evrópu
að undanskildum Pyrenea-
skaga, eyjum Miðjarðar-
hafsins, Suður-ítalíu og
Suðaustur-Evrópu (allt frá
sunnanverðu Ungverja-
landi). í Noregi ná heim-
kynni þessarar undirtegundar norður að 71°, í Sviþjóð norður
að 68 V20 og i Rússlandi norður að 61° norðlægrar breiddar. Á
Bretlandseyjum er hún mjög algengur varpfugl, en í Færeyjum
sjaldgæfur varpfugl i syðri eyjunum. í norðlægari heimkynnum
sínum er þessi undirtegund farfugl, sem dvelst á vetrum í Mið-
jarðarhafslöndunum.
Sönglævirkinn lieldur sig i alls konar graslendi, bæði ræktuðu
og óræktuðu, þurru og hlaulu. Hann er mjög algengur á korn-
ökrum og ræktuðu landi yfirleitt. Er hann einn af allra algeug-
ustu einkennisfuglum slíks lands og rómaður mjög sem söng-
fugl, enda er hans víða minnzt í skáldskap og þjóðsögnum. Varp-
slað velur hann sér á bersvæði i grasi eða á kornökrum. Hreiðrið
er losaralega samanfléttað úr þurrum stráum, rótum og blaðhlut-
Sönglœvirki.