Náttúrufræðingurinn - 1942, Qupperneq 12
170
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
og nýárs. Á Húsavík dvöldust 2 silkitoppur í nóv.—des. (Júlíus
Havsteen). Á Ulfsbæ i Bárðardal sást silkitoppa skömmu fyrir ára-
mótin (Kári Tryggvason). Að Berjanesi i Landeyjum varð vart við
stóran hóp af silkitoppum um miðjan okt., og dvöldust sumar
þeirra þar fram yfir miðjan des. (Guðjón Einarsson). Þann 3.
nóv. fannst sillcitoppa dauð í fjárhúsi að Ölvisholtshjáleigu í
Holtalir., Bang., og var hún send Nátlúrugripasafninu af Baldri
Árnasyni. í Yestmannaeyjum náðist loks silkitoppa veturinn
1941—1942, en ég hefi ekki fengið upplýsingar um, livenær það
var (Friðrik Jesson).
Að ofanskráðum upplýsingum má ráða, að silkitoppan hefir
„flætt“ yfir landið veturinn 1941—1942, ef svo má að orði komast,
því að auðvitað hefir hún verið miklu viðar um landið en þau fá-
tæklegu gögn gefa til kvnna, sem mér hefir tekizt að afla. Sillci-
toppan á heima i hinum viðáttumiklu skógum í norðanverðri
Skandínavíu og Bússlandi. Á haustin og veturna lifir hún mest á
herjum, einkum reyniherjum. Ilún er ein af hinum svonefndu
flökkufuglum, en það eru fuglar, sem færa sig til allt eftir því,
hvar fæðu er að fá á liverjum tíma. í slæmum berjaárum tekur
silkitoppan sig stundum upp og leitar i stórhóþum suður og vestur
um alla Evrópu. Þannig var það t. d. veturinn 1931—1932. Sum-
arið 1931 liafði verið óvenju slæmt berjasumar í hinum norrænu
heimkynnum hennar, og um veturinn leitaði hún í stórhópum suð-
ur og vestur um Evrópu, og þann vetur bar einnig talsvert á sillci-
toppum hér á landi. Það má þvi telja víst, að rýr berjavöxtur í
heimkynnum silkitoþpunnar sumarið 1941 iiafi valdið ferðum
hennar síðastt. vetur. Má telja víst, að hún hafi þá einnig leitað i
stórhópum suður og vestur um meginland Evrópu, en af skiljan-
legum ástæðum er engar upplýsingar hægt að fá um það sem
stendur.
11. Gransöngvari — Phylloscopus collybita Yieillot.
Þann 31. okt. 1941 fannst dauður gransöngvari við þvottasnúru-
staur í kartöflugarði hak við liús Kristjáns Geirmundssonar á Ak-
ureyri. Samkv. upplýsingum frá Kristjáni var fuglinn fremur feit-
ur. Maginn var tómur. Á höfuðkúpunni og hringunni voru hlóð-
hlaupnir hlettir. Ég hefi fengið þennan fugl til atliugunar og hefi
gengið úr skugga um, að um þessa tegund er að ræða. Hins vegar
er ekki hægt að skera úr því með vissu að svo komnu máli, til hvaða
undirtegundar hann telst. Fuglinn var karlfugl, og stærð lians i