Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 13
NÁTT l'l! UFR.liÐINGURI N N
171
mm. var sem hér segir: heildarl. 124.0, vœngur 64.5, stél 51.8, nef
11.4, rist 20.2, miðtá + kló 13.7, kló 4.2. Þvngd: 9.5 g.
12. Hettusöngvari — Sylvia atricapilla atricapilla (L.).
Þann 4. apríl 1940 fannst dauður hettusöngvari skammt frá
bænum á Ivvískerjum í Öræfum, og 18. sama mánaðar fannst þar
aftur dauður liettusöngvari. Báða þessa fugla sendi Sigurður
Björnsson á Kvískerjum Náttúrugripasafninu. Fyrri fuglinn var
annaðhvort fullorðinn lcvenfugl eða ungur fugl, en síðari fuglinn
var fullorðinn karlfugl. Þann 16. nóv. 1940 sást enn hettusöngvari
á Kvískerjum. Það mun liafa verið fullorðinn kvenfugl eða ung-
fugl (Sig. Björnsson). Þann 26. sept. 1941 sást loks hettusöngvari
(fullorðinn kvenfugl eða ungfugl) i garðinum við bæinn á Ivvi-
skerjum, og 22. nóv. fannst þar dauður hettusöngvari (fullorðinn
karlfugl) sjórekinn (Hálfdán Björnsson).
Á Akureyri skaut Kristján Geirmundsson hettusöngvara (full-
orðinn karlfugl) þann 12. nóv. 1941 í garðinum við hús sitt. Það
var auð jörð, og var bann að leita sér ætis innan um gróður í garð-
inum. I maga bans voru reyniberjahýði og arfafræ. Þann 25. sama
mánaðar skaut Kristján aftur hettusöngvara (kvenfugl) í sama
garði. Áður þann sama dag bafði Kristján séð liettusöngvara
nokkru utar i bænum, en líkindi eru til þess, að það bafi verið sami
fuglinn.
Þann 19. okt. 1940 flaug hettusöngvari inn í barnaskólann á
Húsavík. Fuglinn var handsamaður þar og sendur Kristjáni Geir-
mundssyni lil uppsetningar. Þelta var ungur kvenfugl.
13. Gráþröstur — Turdus pilaris L.
Árið 1940 varð allvíða vart við gráþresti liér á landi. Dagana
21.—22. febrúar liéldu 2 gráþrestir sig í garðinum í Þingbolts-
stræli 14 í Bcykjavík. Annar þeirra flaug á rúðu og bæklaðist á
væng, náðist og var settur i búr, en drapst skömmu síðar (F.
Guðm.) Þann 28. febrúar sást gráþröstur i garði við Tjarnarg. í
Rvík (F. Guðm.). Samkv. uppl. fráKristj. Geinnundss. sáust 7 grá-
þrestir i gróðrarstöðinni á Akureyri þann 24. febrúar, og þann 22.
apríl sásl gráþröstur á túni í nánd við gróðrarstöðina. Hann var
þar í liópi skógarþrasta, en þeir voru þá að koma. Loks sóst grá-
þröstur í gróðrarstöðinni á Akureyri 3. des., og 5. des. sáust þeir
þar 2. Á Hólum i Hornafirði voru gráþrestir í smáhópum frá því
28. jan. og þangað til um miðjan apríl (Sigurður Björnsson). Að