Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 14
172 NATT UK UFR ÆÐINGU RIN N Berjanesi í Landeyjum liélt gráþröstur sig alllengi um haustið og fyrri hluta vetrar (Guðjón Einarsson). Þann 28. jan. kom mikið af gráþröstum lil Vestmannaeyja, og dreifðust þeir um eyjuna. Það, sem eftir var vetrar, sáust gráþrestir þar öðru iiverju, allt til 26. apríl, á einum stað 8 og á öðrum 17. Árið 1941 varð einnig nokkuð vart við gráþresti, en þó minna en næstu ár á undan. Á Alcureyri sáust 2 gráþrestir í gróðrarstöð- inni þann 31. des. (Kristján Geirmundsson). Á Grímsstöðum við Mývatn sást gráþröstur i nóvember (Jóhannes Sigfinnsson), og á Kvískerjum í Öræfum voru gráþrestir nokkuð algengir í nóv. og fram i desemher (Ilálfdán Björnsson). 14. Svartþröstur — Turdus merula merula L. Árið 1940 varð viða vart við svartþresti, eins og sjá má af eftir- farandi upplýsingum: Um miðjan febrúar hélt svartþröstur sig í nokkra daga á Láganúpi í Kollsvik i V.-Barð. (Halldór Guðhjarts- son). Á Norðfirði héldu 2 svartþrestir sig allan veturinn 1940— 1941 og álu með snjótittlingum, þar sem þeim var gefið (Björn Björnsson). Á Hólum i Hornafirði voru 2—3 svartþrestir næstum allan veturinn 1940—1941 (Sigurður Björnsson). Á Fagurhóls- mýri i Öræfum sásl svartþröstur þann 22. okt., og á Kvískerjum í Öræfum sást svartþröstur 14. okt. og aftur 30. nóv. (Sigurður Björnsson). I Berjanesi í Landeyjúm sást svartþröstur í september (Guðjón Einarsson). í Fuglanýjungum I var þess getið, að 4 svart- þrestir Iiefðu haldið sig i Vestmannaeyjum frá ]>ví um haustið 1939 til áramóta 1939 og 1910. Samkvæmt síðari heimildum dvöld- ust þeir þar til vors 1940. Ennfremur sáust nokkrir svartþrestir í Vestmannaeyjum i byrjun des. (Þorsteinn Einarsson). Árið 1941 voru svartþrastakomur hér með svipuðum hætli og næstu ár á undan. I Króksfjarðarnesi í A.-Barð. sáust 2 svart- þrestir um mánaðamótin nóv. og des. Þeir héldu sig þar nálægt túninu í rúma viku, en hurfu síðan (Skúli Gunnarsson). Á Lága- núpi í Kollsvík í V.-Barð. sást svartþröstur um Iiaustið, og segir heimildarmaður minn (Einar T. Guðbjartsson), að svartþrestir hafi sézl þar þvínær árlega hin síðustu ér. Milli 10 og 20 svart- þrcslir héldu til á Grímsstöðum við Mývatn seint á árinu eða nokk- uð fram i des. (Jóhannes Sigfinnsson). Á Lóni í Kelduhverfi sást svartþröstur seinl i desemher. Á Norðfirði var svartþröstur um tíma i nóvemher (Björn Björnsson). Á Teigarhorni við Beru- fjörð sáust 4—5 svartþrestir í nóv. (Sigurður Björnsson). Á Kvískerjum í Öræfum sásl svartþröstur 20. marz, og dvaldist

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.