Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1942, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 1942, Qupperneq 19
NÁTTÚR UFRÆÐINGI JRINN 177 0.70—1 m að þvermáli og 0.40 m á hæð og hreiðurlautin sjálf •5—6 cm. djúp. Bæði hjónin hjálpast að við að hyggja hreiðrið, en kvenfuglinn leggur sig þó meira fram við verkið. Meðan á úlunguninni stendur og eins meðan ungarnir eru í hreiðrinu, eru hæði hjónin að smábæta við hreiðrið með þvi að hera að grænar greinar. Eftir að ungarnir eru komnir úr eggjunum. eru þessar greinar stundum notaðar lil þess að skýla ungunum fyrir sterkri sólbirtu. í Mið-Evrópu fer hunangshaukurinn að verpa í mailok eða í júní, einstaka sinnum þó ekki fvrr en i júhbyrjun. Eggin eru 2, sjaldan 3, og liða 3—5 dagar á milli þeirra. Þau eru gulhvít með kastaníubrúnum skýflikrum, sem oftast eru svo þéttar, að varla sésl i grunnlitinn. Hjónin ski|)tast á um að liggja á eggjunum, en kvenfuglinn á ])ó meiri þátt i útunguninni. Útungunarliminn eru 28—35 dagar. Bæði hjónin afla fæðu handa ungunum, en þeir verða fleygir, þegar þeir eru 35 16 daga gaml- ir. Fyrst eftir að þeir eru orðnir flevgir, hverfa ])eir þó alltaf öðru liverju aftur lil hreiðursins. Fæða hunangshauksins eru einkum vespur og býflugur og lirfur þeirra. Vespu- og býflugnabú rifur fuglinn upp með nefi og fótum. Stundum grefur hanu sig þá svo djúpt niður í jörðina, að hægt er að komast að lionum óvörum og ná honum. Auk ])ess lifir hann á hunangi og forsmáir ekki heldur smærri dýr, svo sem froska, eðlur, mýs og fuglaunga, og gæðir sér jafnvel stundum á eggjum, ánamöðkum, berjum og aldinum. A þýzku er hunangshaukurinn kallaður Wespenbussard, á enskú IIoney-Buzzard, á dönsku Hvepsevaage, á norsku Hvepse- hög og á sænsku Bivráke. 21. Fiskiörn — Pandion haliaetus haliaétus (L.). Þann 6. des. 1910 fannst dauður fiskiörn hjá Fagurhóhnsmýri i Öræfum. Mun hann liafa sézt þar áður i nóv. Sigurður Björns- son á Kviskerjum i Öræfum sendi Nátlúrugripasafninu væng og Iiöfuðhein af þessum fugli, og er það nú hvort tveggja gevmt þar. I bréfi lil min skýrir Bjarnfreð Ingimundarson á Efri-Steins- mýri í Meðallandi frá því, að þar Iiafi sézt fiskiörn, en ég hefi eklci fengið vitneskju um ])að. hvort það hafi verið árið 1940 eða 1941 eða á livaða tíma árs það hafi verið. 22. Gráhegri — Ardea cinerea cinerea L. Nokkrir gráhegrar, oftasl 4 saman, héldu til hjá Fagurhöls- 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.