Náttúrufræðingurinn - 1942, Side 20
178
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
mýri í Öræfum frá því um miðjan ágúst og til septemberloka
1940 (Sigurður Björnsson). Þann 28. olct. 1941 sáust aftur grá-
hegrar á Fagurhólsmýri, og voru þeir þá tveir saman (Hiálfdán
Björnsson). Þann 16. sept. 1941 sást ennfremur ungur gráhegri lijá
Bakkavik, sem er skammt frá Húsavík í S.-Þing. (Kristján Geir-
mundsson).
23. Ameríku-sefhegri — Botaurus lentiginosus (Mont.).
í bréfi frá Ólafi Sveinssyni, Lambavatni á Rauðasandi, segir
svo: „I september 1941 tel ég mig hafa séð hér (þ. e. á Lamba-
vatni) Ameríku-sefhegra eins og þann, sem ég sendi ham af til
Dr. Bjarna SæmUndssonar árið 1924. Sá ég fuglinn bæði sitjandi
og fljúgandi.“ Þó að ég liafi ekki fengið þennan fugl til athug-
unar, tel ég samt enga ástæðu til þess að efast um, að um þessa
tegund liafi verið að ræða. Eins og Ólafur bendir á, náði hann
Ameríku-sefhegra á Lambavatni árið 1924, og er hamurinn af
honum geymdur á Náttúrugripasafninu. Er því harla ólíklegt, að
Ólafur bafi ekki þekkt fuglinn aftur, enda er hann mjög glögg-
ur maður.
24. Brandgæs — Tadorna tadorna (L.).
Þann 28. desember 1941 var skotinn karlfugl þessara tegundar
á Eyjafirði skammt frá Gæsum. Fuglarnir voru tveir, en aðeins
annar þeirra náðist. Með þennan fugl var komið til Kristjáns
Geirmundssonar á Akureyri, og var hann beðinn að setja hann
upp.
25. Toppsefönd — Podiceps cristatus cristatus (L.).
Þann 12. janúar 1939 var skotinn fugl jxíssarar tegundar við
Heimaey í Vestmannaeyjum. Friðrilc Jesson, iþróttakennari í
Vestmannaeyjum, náði i fuglinn og setti liann upp, og er hann
nú í eign hans. Um þennan fugl hefir verið getið allítarlega í síð-
asta liefti Náttúrufræðingsins1). 1 raun og veru liefði átt að geta
hans í Fuglanýjungum I, en því miður var ég ekki búinn að fá
vitneskju um þennan fund, þegar sú skýrsla var prentuð, og læt
ég hann þvi koma með í þessari skýrslu, þó að liann hafi náðst
1) Þorsteinn Einarsson: Nýr fugl. Stórtyppt sefönd (Podiceps
cristatus cristatus (L.) Náttúrufr., XII. árg., 1942, bls. 148—151.