Náttúrufræðingurinn - 1942, Síða 25
XÁTTÚR UFRÆÐINGURIXX
183
ir að lit með áberandi livítum dílum á fjaðrajöðrunúm, sem mynda
hvitar langrákir ofan á liöfði og aftan iá hálsi. Axlarfjaðrir, innri
armflugfjaðrir og innri yfirvængþökur eru eins á lit og bakið og
með sams konar livítum dílum. Ytri armflugfjaðrir, liandflugfjaðr-
ir og ytri yfirvængþökur eru einnig svipaðar að lit, en án hvitra
dila, og dökkna, eftir því sem utar dregur, og útfanir á ytri hand-
flugfjöðrum og handþökur ásamt þumalvæng eru svartar. Yfir-
stélþökur eru dökkbrúnar með hvítum jaðardílum og þær ytri
með breiðum hvitum þverbeltum. Miðsamstæða stélfjaðranna grá-
grænbrún með hvítum jaðardílum. Á öllum öðrum stélfjöðrum
skiptast á breið, hvít
og dökkbrún þver-
belti. Að neðanverðu
er fuglinn hvítur með
grábrúnum langrák-
um og flikrum á höf-
uð- og hálshliðum, á
framanverðum hálsi
neðan við kverk og á
bringuhliðum. Undir-
vængþökur og væng-
krikafjaðrir dökk-
brúnar með hvítum
þverbeltum. Nef
dökkbrúnt, neðri
skoltur grænn við rót-
ina. Fætur dökkgrænleitir. Lithimna dökkbrún. Stærð í mm:
vængur 126—133,5 á karlf. og 130—138 á kvenf., nef 26—30.5 á
karlf. og 28—30 á kvenf., stél 46—54 og rist 26—30. Karl- og
kvenfuglar í vetrarbúningi eru mjög svipaðir að lit og fuglar í
sumarbúningi, en eru þó heldur ljósari (grárri) að ofan, og hvítu
dilarnir eru ekki eins áberandi. Dökltu rákirnar á framanverðum
hálsi og bringuhliðum eru ekki eins skýrar og á fuglum í sumar-
búningi. Ungir fuglar á fyrsta hausti eru svipaðir fuglum í vetrar-
búningi, en dílarnir á fuglinum ofanverðum eru ekki hvítir lield-
ur ljósryðlitir.
Varpheimkynni dílastelksins (Tringa solitaria solitaria) ná frá
Nýfundnalandi og Labrador vestur til Mackenziefylkis og Alberla.
Hann sést einnig á sumrin i Bandaríkjunum suður til Iowa, Oliio
og Pensylvaníu, en engar sannanir eru þó fyrir þvi, að liann verpi
þar. Önnur, vestrænni undirtegund, Tringa solitaria cinnamomea
Dílastelkur.