Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 4
50 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hegðun dýra eða einstaka merkisdaga, hafi við rök að styðjast. Rannsóknir á áhrifum tungls á veður — én trúin á þau er mjög útbreidd víða um lönd — hefir borið neikvæðan árangur, og verð- ur af því að álylcta, að ekki þýði að vænta veðrabreytinga um tungl- komur eða kvartelaskipti frekar en endranær. Annað verður uppi á teningnum, þegar komið er að veðurspám þeim, sem byggjast á skýjunum, gerð þeirra og fari, ásamt ýms- um himinteiknum. Þar hafa menn liitt naglann á höfuðið. Og án þess að vilja gera lítið úr atliugunargáfu og eftirtekt forfeðranna, þá verð eg að segja, að engum þarf að koma á óvart, þótt þeir kæmust á snoðir um hið nána samhand, sem er á milli klósiga, bliku eða rosabaugs annarsvegar og veðursins næsta dægur eða sólarhring hinsvegar, fyrst þeir fundu ímyndað samhengi milli veðurs og tungls. En þessar og aðrar alþýðuspár sýna áþreifan- lega, hversu veigamikill þáttur veðrið liefir ætíð verið í lifi manna. Og það kemur einnig m. a. fram í þeim mörgu nöfnum, sem til eru af skýjunum. Alþýðuveðurspárnar og skýjaatliuganir forfeðra vorra eru, eins og áður er sagt, ekki tilkomnar af forvitni — a. m. k. ekki af þeirri ástæðu einni saman —, heldur af nauðsyn. Því er það, að menn láta sig einkum varða liina hagnýtu hlið, en eftirláta það hin- um,sem eru meira visindalega eða heimspekilega sinnaðir,að spyrja sjálfa sig og aðra um eðli skýjanna, myndun þeirra o. s. frv. Og óneitanlega hljóta að vakna í lmga margra, sem eru ekki alltof fjötraðir liversdagsleika lífsins og baráttunni fyrir daglegu brauði, ýmsar hugleiðingar og spurningar, er þeir virða fyrir sér þessi margbreytilegu og oft stórfenglegu og tigulegu náttúrufyrirbrigði og þau dásamlegu ljósteikn, sem þeim eru ofl samfara. Hvað eru skýin? Iívernig verða þau til? Hvað eru þau hátt frá jörðu? Hvers vegna falla þau ekki til jarðar? Af hverju kemur rosabaugur? Og aukasólir (gýll og úlfur) ? Og regnboginn? Af hverju boða kló- sigar, blika eða rosabaugur úrkomu og storm? Og þannig geta spurningarnar lengi haldið áfram að fæðast í huga hinna for- vitnu. Er það von mín, að margir fái forvitni sinni svalað að nokkru við lestur þessarar greinar. Hringrás vatnsins. Vatnið er á eilífri rás milli jarðar og lofts. Það gufar upp frá vötnum og votlendi, verður fyrr eða síðar að skýjum og fellur aftur til jarðar sem úrkoma (úði, regn, snjór, hagl) eða þéttist á yfirborði jarðar sem dögg eða liéla. Það eru takmörlc fyrir því, hve mikilli vatnsgufu loftið getur tekið við, og eykst þetta magn mjög, eftir því sem lofthitinn hælckar. Það er

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.