Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 46
92 NÁTTÚRUFRÆRINGURINN neytti sinna síðustu krafta lil að halda áfram starfi þessara vina sinna um það, að auka þekkingu alþýðu á nytsemi jurtanna og efla matjurtaræktina heima hjá sér og gjöra með því hændum svo ljóst sem unnt var, hversu jurtirnar gætu komið að almenn- um notum lil manneldis í hallærum og lækninga í Iæknaleysinu. Þessu áformi sínu til eflingar samdi liann bækling á síðustu árum sínum, er liann nefndi: „Grasnytjar, um það gagn, sem hver búandi maður gæti haft af ósánum villijurtum, sem vaxa í landeign lians“. (Kaupmh. 1783). Áður gaf hann út ágrip af Mat- urtabók Eggerts Ólafssonar, sem fyr getur, handa væntanlegum garðyrkjumönnum. Það var hann, sem fyrstur setti niður jarð- epli hér á landi í Sauðlauksdal vorið 1759; var það ein af hinum mörgu gróðursetningartilraunum hans, sem ekki dóu út með lion- um. Og svo kvað hann: „Einhver kemur eflir mig, sem hlýtur, bið ég honum blessunar er bústaðar, minn nár í moldu nýtur“. í formála sínum fyrir „Grasnytjum“ ritar hann (1781): „Með- an mér vansl handafli til nokkurrar starfsemi, neytti ég Iians mcð fingrum minum, cn síðan þeirri atorku er lokið, þá neyti ég þriggja fingra aðcins til pennans og þeirra verk er þessi bækl- ingur“. . „Grasnytjar" er talið eitl hið merkasta grasfræðirit á íslenzku frá sínum tíma, enda varð það mörgum böndanum kært og nyt- samt, sem ekki var i tölu þeirra, sem „telja sér htinn yndisarð að annast blömgaðan jurtagarð“ (J. H.) Þeir bændur hafa ávallt síðan uppi verið hér á landi. Samt voru ]iað helzt embættismenn landsins, sem fengust við garðyrkjuna lengi l'ram eftir. Óbeit bænda og búaliðs á „þessu grasi upp úr moIdinni“ var svo rik, að þeir fengust ekki til að koma upp hjá sér kálgarðsholu, þó að þeim, sem það gerðu væri heitið verðlaunum úr konungssjóði. Öðru miáli var að gegna með hagnýtingu ósánu jurtanna. Snemma var farið að tína fjallagrös og taka söl og önnur fjöru- grös til manneldis og fóðurbætis handa kúm; arfi var hafður til að eyða bólgu á mönnum og skepnum, sár voru grædd með græðisúrum og undafíflum. Af öðrum jurtum var drukkið seyði til lækninga við algengustu magakvillum, brjóstveiki og öðrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.