Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 10
5G NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN frá hverju grammi, sem þétlist. Þrátl fyrir þetla má kalla, að kælingin sc mjög ör. Þótt uppstreymið sé ekki nema 10 cm á sekúndu, — en til samanburðar má geta þess, að í láréttum loft- straumi þarf vindhraðinn að ná 60 cm/sek., til þess að veður- hæðin sé 1 vindstig — þá er loftið komið upp í 3600 m. hæð eftir tíu klukkustundir og hefir kólnað um 18 stig. Ef uppstreymið nder yfir víðáttumikið svæði, verða þannig til samfelld ský, þykk og víðáttumikil. En ofl er uppslreymið aðeins á mjög takmörk- uðu svæði, og myndast þá aðeins eitt og eitt ský á stangli. í háð- um tilfellum verður kælingin og þéttingin það mikil, að meiri eða minni úrkoma fellur til jarðar, í fyrra dæminu samfehd rigning eða snjór, en i því síðara skúr eða él. Myndun skýjanna. Þegar vatnsgufan byrjar að þéttast utan um „kjarnana'4, sem nefndir voru hér að framan, eru droparnir í fyrstu svo smáir, að þeir sjást ekki með berum augum, þvermál þeirra er aðeins %0oo úr mm eða minna. En smátt og smátl þétl- ist meiri vatnsgufa utan um þá, svo að þeir stækka, og þegar þvermál þeirra hefir náð um ]/j0o úr mm, þá verða þeir sýnilegir — og þá fyrst myndast ský. Þótt þeir séu svona smáir, verkar aðdráttarafl jarðar á þá og togar þá niður á við. En loftmótstað- an er það mikil, að þeir ná ekki nema mjög litlum liraða, ef til vill fáeinum sentímetrum á mínútu. Þetta er þó ekki ástæðan til þess, að skýin falla ekki lil jarðar í heilu lagi. Til þess liggja þær orsakir, sem nú skal greina. Þegar vér sjáum ský í nokkurri hæð frá jörðu, ])á vitum vér, að i skýinu sjálfu er rakastigið 100, eða máskc meira, ef loftið er yfirmeltað. En í loftinu fyrir neðan skýið er loftið að jafnaði þurrara, rakastigið minna en 100. Af þessu leiðir, að jafnóðum og droparnir úr skýinu komast niður fyrir skýið, gufa þeir upp aftur að mestu eða öllu leyli. Þegar vér horfum á skýjabreiðu, þá eru ])að ekki alltaf sömu droparnir, sem verða fyrir augum vorum. Þar á sér sífelld endurnýjun stað, og er oft hægt að fylgj- ast með henni. Ef vér t. d. fylgjum ákveðnum skýhnoðra með augunum, tekur hann sífelldum breytingum og er máske horf- inn eftir litla stund. En á öðrum slað, þar sem fvrir stuttri stundu var heiðrikjublettur, er allt í einu kominn fram nýr skýhnoðri. Þessu er þó ekki svona farið nema um sumar tegundir skýja. Oft má sjá sama skýið eða skýhnoðrann klukkustundum saman, án þess að verulegar breytingar hafi á orðið. Stærð regndropanna. Ef þéttingin lieldur áfram, stækka drop- arnir meir og meir. í sumum skýjum eru droparnir svo smáir,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.