Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 61 samfellt skýjaþykkni, sem kemur oft á hæla blikunni, Þessi skýjabreiða er mjög víðáttumikil, og úr lienni fellur regn eða snjór, sem varað getur lclukkustundum saman, með nokkr- um uppstyttum eða án þeirra, en þá kallast liún eiginlega regnský (nimbostratus, smbr. 8. flokk). 5. Alto-cumulus (netjuský, maríutásur). Skýjabreiða, sem likist að sumu leyti blikuhnoðrum. Hnoðrarnir eða „bellurnar“ eru stærri, með skuggum í miðju, og liggja oft í röðum; sést í heiðan biminn á milli hnoðranna, ef engin ský eru fyrir ofan. Ef jaðra bnoðranna ber við sól eða tungl, sést í þeim hringur með regnbogalitunum. Stundum liggja lmoðrarnir svo þétt, að ekkert bil er á milli. 6. Strato-cumulus (flákaský). Skýjabreiða, sem líkist oft netjuskýjum en liggja nær jörðu, og stundum er ekki liægt að aðgreina þessa tvo flokka á öðru en liæð þeirra frá jörðu. Skýja- flákaruir eru yfirleitt heldur stærri og dekkri en í netjuskýjunum. Stundum renna flákarnir saman og mynda fellingar eða bylgjur. 7. Stratus (þokuský). Ljósgnátt skýjaþykkni, sem kallast þoka, ef það nær alveg niður á láglendi. 8. Nimbo-stratus (regnþykkni). Þessi ský eru í rauninni, eins og þegar er sagt, gráblika, sem hefir þykknað og Iækkað í lofti. En jafnframt befir myndazt nýtt lag af skýjum fyrir neðan bana og orðið að lokum samfellt, svo að það skvggir á gráblik- una sjálfa. Stendur rigningin þá venjulega sem bæst, en hún kemur úr gráblikunni en ekki úr skýjaþýkkninu fyrir neðan bana. 9. Cumulus (bólstrar, klakkar). Einstölc ský og lítil um sig, slétt að neðan og skýrt afmörkuð frá Iilið að sjá. Þau eru nefnd góðviðrisbólstrar, ef bæð þeirra er minni en breiddin, og eru þau sérstaklega algeng á sumarmorgnum. En oft breykja þau sér bált upp og verða ekki óáþekk blómkálsliöfðum, bungu- mynduð að ofan, með bvelfdum kollum eða toppum. Stundum líkjast þau lirikalegum fjallgarði. Undan sól að sjá eru þau bvít í miðju með dökkum jöðrum, en döklc í miðju með ljósari jaðra móti sól. 10. Cumulo-nimbus (skúraský, skúraflókar, þrumuský). Þau líkjast bólslrum og eru einskonar áframbald af þeim, öllu stærri og tignarlegri, og oft sést ekki á þeim annar munur en sá, að úr skúraskýjunum fellur úrkoma (skúr, snjóél, hagl). Þau hreykja sér enn bærra en bólstrarnir, og mjög er það algengt, að þau verða steðjalöguð í kollinn, sem er þá fannhvítur og send-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.