Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 69 þá stuttan spöl og kúrði sig aftur niður. Þegar kvölda tók fór uglan ó kreik. Flaug hún þá hægt og hljóðlega. Mun liún þá hafa farið til veiða, þvi ekki varð ég þess var, að hún veiddi á daginn. Einu sinni sá ég liana með mús i klónum. Nú leið júlímánuður. Alltaf sást uglan svo að segja ó hverju kvöldi. Um 10. ágúst var ég á gangi hér niður við sjóinn. Ég varð þá allundrandi, er ég rakst á uglufjölskyldu. Voru það hjón með þrjá unga. Þó við hefðum ekki tekið eftir nema einni uglu frá þvi um mánaðamótin júní—júli og þangað til 10. ágúst, hafði hér verið um hjón að ræða. Hefir annað þeirra legið á eggjunum eða þau skipzt á um það, þar eð aldrei sást nema annað í einu. Ekki er nokkur vafi á því að uglur þessar liafi orpið í sjávar- hömrum. Þegar ég sá ungana fyrst voru þeir að verða fleygir, flugu sluttan spöl í einu. Þá voru þeir kremgulir á lit. 1 septem- her voru ungarnir meira en hálfvaxnir og litur þeirra orðinn mjög Jikur lit foreldranna. Ef nokkru nam, voru ungarnir ofurlítið ljósari. Þeir héldu alltaf hópinn og framan af voru foreldrarnir oftast með þeim, en þegar þeir eltust létu foreldrarnir þá af- skiptalausa. Seint í nóvemher sá ég allar fimm uglurnar í einum hóp en eftir það hurfu þær, virtust hafa flogið burtu. Voru ung- arnir þá orðnir nokkurn veginn fullvaxnir. Ekki átti ég von á að sjá þessar uglur aftur, en í fyrradag (16. marz) var ég staddur niður við sjó; sé ég þá hvar fimm uglur fljúga út úr klettaskoru fyrir ofan mig. Voru þær alveg eins á lit og stærð og uglurnar, sem voru hér í sumar, sem leið. Tel ég lildegt, að hér sé um sömu uglur að ræða. Gaman verður að vita hvort þær verpa hér aftur. 18. marz 1943. Viðbót: Náttúrufræðingurinn tekur með þökkum á móti öll- um náttúrufræðilegum athugunum, sem geta orðið lesendum hans til fróðleiks og ánægju. Og gaman væri að fá vitneskju um það, livort þessar uglur, sem höfundurinn sá 16. marz, hafi orp- ið á svipuðum slóðum og uglufjölskyldan, sem greinin ræðir um, hélt sig á. Því skal aðeins við hætt, til skýringar, að hér mun vera að ræða um branduglu. Hún er ekki óalgeng nú orðið víða á land- inu, einkum sunnan og vestan lands. Fuglafræðingar telja lík- indi fyrir því, að hún hafi alltaf verið hér, en fjölgað og fækkað eftir árferði og fleiru. Branduglan gerir sér hreiður í móum og mýrajöðrum eða í kjörrum (en ekki í hömrum). í grávíðis- runna hefi ég séð hreiður hennar hér sunnanlands og annað i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.