Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
77
bandi við ræktun og meðferð trjánna tók þá svo langan tíma, að
það er ekki fyrr en árið 1905, að fyrsta sendingin af eigin kátsjúki
kemur til London, eða tæpum 30 árum eftir að kátsjúkplönturnar
liöfðu verið sendar þangað. Sending þessi var ekki stór, 174 tonn,
en hún markar tímamót í sögu merkilegrar vörutegundar, og síð-
ari sendingar urðu stærri. Árið 1910 var framleiðslan á ekrukát-
sjúki komin upp í 8200 tonn, eða 12% af heimsframleiðslunni,
1920 upp í 305 þús. tonn, eða 88% af heimsframleiðslunni og 1928,
eins og áður er sagt, upp i 620 þús. tonn, eða 95% af heimsfram-
leiðslunni. Af þessu kiátsjúki voru árið 1928 framleidd 297 þús.
tonn, eða 48%, á brezka Malakkaskaga, 223 þús. tonn, eða 36%,
á hollenzku Austur-Indíum, 59 þús. tonn, eða 9% %, á Ceylon, og
11 þús. tonn, eða 2%, í Indlandi.
Um svipað leyti og 1. farmurinn af ekrukátsjúki kom til London,
var „sáð til“ kátsjúks á öðrum stað og aftur uppskorið þrjátiu ár-
um síðar. Hér var sáðmaðurinn þó ekki plöntufræðingur og sáð-
reiturinn ekki frjó moldin, heldur voru efnafræðingar liér að
verki í kemískum rannsóknarstofum. Aftur voru það margir, sem
reyndu það sama, en að eins einn, sem gat uppskorið af akri iðju
sinnar. Þessi maður var Þjóðverjinn Fritz Hofmann. Ilann byrj-
aði tilraunir sínar til framleiðslu á kátsjúk úr einföldum kemísk-
um efnum nokkru fyrir fyrri heimsstyrjöldina, og skömmu áður
en sú heimsstyrjöld liófst, sem enn geisar, var hafin framleiðsla
á kátsjúki í Þýzkalandi úr einföldum kemískum efnum, og munu
Þjóðverjar nú vart hafa annað kátsjúk til sinna þarfa en þetta;
það er kallað húna og perbúnan.
Þörfum manna fyrir kátsjúk er þá fyrst og fremst fullnægt með
kátsjúki því, sem tappað er af trjánum, þ. e. a. s. náttúrlegu lciát-
sjúki, en einnig að nokkru leyti með tilbúnu, ]). e. syntetísku kát-
sjúki. En þegar þessar kátsjúktegundir nægja ekki til alls þess,
sem gera þyrfti úr kátsjúki, er oft gripið til annara efna, sem í
einstökum tilfellum er liægt að nota í staðinn fyrir kátsjúk, þ. e. a.
s. þá eru notaðar eftirlíkingar af lcátsjúki, sem einnig eru nefndar
gervikátsjúk.
III.
Þess var getið bér að framan, að kátsjúkmjólkursafi fengisl úr
um 500 mismunandi plöntutegundum, en að eins ein hefði nokkra
verulega þýðingu fyrir framleiðsluna á kátsjúki, að minnsta kosti
á venjulegum tímum, og þessi planla væri trjátegundin parakát-
sjúktré, Hevea brasiliensis.