Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
85
til úr bútadíeni með efni, sem lieitir styról, og er það búið til úr
benzóli með lofttegundinni etylen. Hin tegundin, svokallað per-
búnan, er búin til úr bútadíeni með akrylsýrunítríli, en akrylsýran
er skyld efninu akróleín, sem fæst úr glyseríni, og má vinna hana
úr því, en alcrylsýrunítrílið er m. a. unnið úr ammonsalti sýrunn-
ar. Þetla eru aðalefnin, sem notuð eru í kátsjúkið; auk þeirra eru
noluð einhver hvetjandi efni, en hver þau eru, er leyndarmál
framleiðandans, enda er vandinn mestur að finna þau og læra að
beita þeim rétt.
Þessar tvær kátsjúktegundir, húna S og perbúnan, cru unnar
með sama eða svipuðum hætli og náttúrlegt kátsjúk, þær verða að
mótanlegum og deigkenndum massa, þegar þær eru hitaðar upp
og hnoðaðar jafnframt, þær eru vúlkaníseraðar með brennisteini
eins og náttúrukátsjúk, það er liægt að vúlkanísera úr þeim harð-
gúmmí eða ebónit eins og úr náttúrukátsjúki o. s. frv.
Kátsjúksyntesa Hofmanns er með stærstu þrekvirkjunum, sem
enn liefir verið unnið á sviði efnafræðinnar, þvi með lienni liefir
lekizt að framleiða úr einföldum kemiskum efnum eitt af ein-
kennilegustu efnunum úr riki náttúrunnar, og þetla liefir þar að
auki tekizl svo vel, að náttúran er að mörgu leyti sett í skuggann,
kostir tilbúnu efnanna eru að minnsta kosli eins miklir og nátt-
úrlega efnisins, en stundum þó i ríkara mæli. Þannig er t. d. tog-
]k)I náttúrugúmmís 260 kg/cm2, en togþol perbúnans 280
kg/cm- og búna S 260 kg/cm2, teygjanleiki náttúrugúmmís
600%, perbúnans 650% og húna S 600%, búna S og perbúnan
þola miklu bctur hita og „eklast“ seinna en náttúrugúmmí, búna S
og perhúnan halda bétur gasi en náttúrugúmmí. Við —10° til
—20° C frýs náttúrugúmmi, það verður hart og óþjált, og við
—10° C er það orðið stökkt eins og gler; að þessu leyti hafa búna-
kátsjúkin sömu eiginleika. Búna S er jafngóður rafmagnsein-
angrari og náttúrugúmmí. Ending búna-kátsjúkanna er miklum
mun hetri en náttúrukátsjúks, og er slit perhúnans ekki nema
60% og slit húna S um 75% af slili náttúrugúmmis, þegar þessar
gúmmítegundir eru bornar saman með því að nota þær i bilahjól-
barða, sem siðan eru notaðir við akstur. Með öðrum orðum, búna-
kátsjúkin endast um helmingi, þ. e. 50%, betur en náttúrukátsjúk.
Þrautseigja og trú ó sigur einkenna mest starf og verk Hof-
manns, og um það leyti, sem hið nýja kátsjúk lians var sýnt al-
menningi, birlist grein oftir liann um kátsjúkið, og í lienni stend-
ur m. a. þetia:
„Það er engin tilviljun, að þeir menn, seni unnu brautryðjenda-