Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 87 munu hvergi vera framleidd beinlínis í því skyni að vera notuð i staðina fyrir kátsjúk til livers eins. En þau liafa bæði sérstaka eiginleika, aðallega með tilliti til mótstöðu gegn ýmsum efnum, og mun notkun þeirra nær eingöngu stafa af þessum eiginleikum. Að lökum skal getið þess efnisins, sem lengst mun hafa verið notað sem eftirliking af kátsjúki; þetta efni er svokallaður faktis. Hann er aðallega búinn til úr línolíu eða öðrum þornandi olíum með brennisteini, og er hann til margra liluta nytsamlegur, ýmist einn út af fyrir sig eða sem íblöndun í kiátsjúk. Bjarni Jónsson : Elzta jurtaskrá á íslandi. a. Inngangur. Svo virðist sem forfeður vorir hafi kallað allan jarðargróður einu nafni gras, að undanskyldum trjágróðrinum. Gott dæmi þess er eftirfarandi grein úr lýsingu Snorra Sturlu- sonar iá Baldri hinum góða (Snorra-Edda): „Hann er svá fagr ok bjartr svá at lýsir af honum ok eitt gras er svá hvítt, at jafnat er til Baldrsbrár, þat er allra grasa hvítast“. Þar sem nú jafnglæsilegt blóm og Baldursbrá er með grösum falið, þá ræður að líkindum að önnur blóm hafi verið nefnd þvi samnefni. En þar með er ekki sagt, að algengustu blómgrös, svo sem nytjajurtir og skrautjurtir hafi ekki haft sín sérnöfn frá fornu fari. Baldursbrá liefir eftir framansögðu verið sérnafn þeirrar jurtar frá ómunatíð. Allt fram á vora.daga hefir sú venja haldizt að kalla blómjurt- ir grös, eins og lambagras, lyfjagras, brönugrös, blágresi o. s. frv. Sömuleiðis eru ýmsar lægri jurtategundir nefndar grös, eins og íjallagrös, Maríugrös, Mundagrös og fjörugrös þau, er í sjó vaxa, eins og söl, Maríukjarni o. fl. og byrkningar, eins og tófugras. Það er að líkindum hin eiginlega grasaætt, sem mestu veldur um þetta samheiti, því að sú ætt er langfjölskrúðugust og mönn- um nytsömust á túnum, ökrum, engjum og högum og sprettur fyrst allra jurta á vorin, en síðan fara blómjurtirnar smám sam- an að „gægjast upp úr grænni grasbreiðunni". Enn í dag nefnum vér grasafræði og grasakojiur þær konw,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.