Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 89
landlæknir á íslandi (1760) og Björn prófastur Halldórsson í
Sauðlauksdal, mágur Eggerts.
Á liáskólaárum þeirra Eggerts og Bjarna í Kaupmannahöfn,
voru nýmæli dr. Linnés farin að ryðja sér til rúms, en þeim var
þó í fyrstu tekið með nokkurri tortryggni af Iiinum eldri grasa-
fræðingum við Hafnarháskóla og lærisveinum þeirra, og þar á
meðal þeim Eggert og Bjarna. En það lagaðist von bráðar, þvi
að þeir lagsbræður urðu síðar hinir traustustu fylgismenn ný-
mæla dr. Linnés, eins og sjá má af ritum Eggerts.
Bjarni Pálsson var snemma lmeigður til læknislistar, og er
honum tókst að lækna Ásmund hróðir sinn af blóðspýlingnum
með rjúpnalaufsseyði, þá fékk liann hina meslu ást á þessari
„hármey“ sinni, en ekki henni einni, heklur varð grasafræðin hin
kærasta námsgrein hans á háskólanum og æ síðar.
Þeir lagsbræður, Eggert og Bjarni, munu hafa lagt liina mestu
stund á að kynna sér „dyggðir grasanna“, eins og þá var kallað,
eða með öðrum orðum: not þau, er af þeim mætti liafa til mann-
eidis, lækninga, litunar og annarra iiagsbóla. Var ])eim því meiri
hugur á þessu, sem þjóðin þeirra, er þeir unnu hugástum, átti þá
\dð hverskonar hjálparleysi að búa.
Þegar þeir Eggert og Bjarni voru siðar nefndir af dönskum liá-
skólakennurum til að ferðast um Island, til að safna náttúru-
gripum: grösum, dýrum og steinum, þá glcymdu þeir sízt af öllu
„grasnytjum“ þeim, sem fátækri alþýðu manna mætti að haldi
koma. Ferðuðust þeir um fullan helming landsins í sex sumur
(1752—1757).
Ekki gleymdi Bjarni „dyggðum grasanna“ á þeim ferðalögum.
Hafði hann t. d. búið til krækiberjavín, notuðu þeir félagar það
lil lækninga við ýmsum kvillum hjá almenningi.
Það gat varla heitið, að sönn og liagnýt grasaþelcking væri til
hjá íslenzkri alþýðu fyi-ir daga Eggerts Ölafssanar. Öill slík
fræði var meira eða minna blandin hjátrú og hindurvitnum,
eins og sjá má af þjóðsögum vorum og lækningakverum.
Ferðabók Eggerts má í fæstum orðum heita: ítarleg og yfir-
gripsmikil íslandslýsing.
í þeirri bók eru alls taldar um 130 blómjurtir og æðri blóm-
leysingjar, en alls eru þar tíndar um 150 grasategundir.
Þeim félögum, Eggert og Bjarna, hafði sérstaklega verið boðið
að geta allra nytjagrasa, sem þeir fyndu og geta um leið fundar-
staða, enda er þeim jurtum lýst allítarlega í bókinni og notkun